- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
253

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

253

Þess hefir fyrr verið getið, sem alkunnugt er, að konungur

r

kvaddi þá Arna og Pál hinn 22. maí 1702 í nefnd, til þess
að yfirvega ástand landsins, og meðal margs annars áttu þeir
að búa til nýja jarðabók; þeir ferðuðust um landið i 11
sumur, 1702—1712, til þess að safna skilrikjum til
jarðabók-arinnar og i ýmsum öðrum erindum. Þeir félagar höfðu
margt fyrir stafni, þeim hafði verið boðið að dæma mál, sem
niður voru fallin eða embættismenn höfðu stungið undir stól,
eða á annan hátt höfðu farið aflaga. Astandið var í þá daga
ekki glæsilegt, harðindi og verzlunareinokun höfðu þjakað
þjóðina og 1707 kom stórabóla og fólk dó unnvörpum. Þá
var órói mikill hér í landi og málaþras mikið meðal hinna
heldri manna, sem mest stafaði af einþykkni, sérvizku og
ráðríki einstakra manna, allir vildu vera mestir, vita allt
bezt og nídau allt niður, er aðrir gjörðu; sjaldan deila menn
um málefni, sem mikla þýðingu hafa, en hver dæmir af
öðr-um »líf, æru og góss«, sérstaklega var það »góssið«, sem
menn vildu ná í, »æruna« var mönnum ekki eins annt um1.
Oendanlegt málavafstur tafói mjög störf þeirra Arna og Páls,
störbokkar margir áttu hlut að málum, og stundum voru
úr-skurðir þeirra félaga nokkuð fljótræðislegir. Af þessu leiddi
margt óþægilegt. Þeir félagar áttu einnig að safna skjölum.
bréfum og handritum, að því verki vann Arni Magnússon

’) í lögþingisbókunum 1745 og 1746 sést þess dæmi, að sumir hafa
ekki kært sig mikið um »"æruna«. »Johan Christopher Gottorp. sem
í sínum innleggjum hefir gefið sýslumanni Bjarna Halldóifssyni
óær-legar sakir og skuldað hann fyrir að hafa uppdigtað lýgi, fals og
fjöl-mæli með mörgum öðrum skemmilegum orðum. dæmist að vera lygari
og fjölmælismaður og skal betala 4 merkur til kongs cg 8 merknr til
sýslumanns Bjarna Halldórssonar*. Dómur uppkveðinn í lögréttu 1745
19. júlí (Lögþingisbók s. á. nr. 29). Næsta ár. 20. maí 1746, fær Gottorp
»náðarbréf upp á æruna* frá konungi: »hvar eptir herra amtmaður
Pingel framvísaði Gottorp þá konunglegu uppreisning, er hann öðlast
hefði upp á sín mál, hvörja Gottorp allra undirdanigast afþakkaði og
kvaðst ei ásetja sér liana hér eptir sér í nyt að færa. þar sem engin
execution á sínum fémunum framfæri eptir áföllnum dómum«.
Lög-þingisbók 1746, nr. 19.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0265.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free