- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
259

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

259

öræfin í Fljótsdal, en þeir vegir, segir hann, séu nú mjög
sjaldfarnir. Þetta hefi eg aðeins tekið sem sýnishorn, en
ekki þarf að fjölyrða um það, að í safni þessu er mjög margt
fleira merkilegt um örnefni og staðalýsingu í öðrum hlutum
landsins, þó þess sé ekki hér getið, og seinast fjarða- og
tylftatal. Það má ennfremur nefna, að Arni Magnússon
getur þess, að Kristián Pálsson Fyn, kaupmaður á Stapa, hafi
1699 mælt hæðina á Snæfellsjökli frá sjó og fannst hún vera
1403 »sælandsálnir«, en Stapafell 588.

Páll Vídalín1 hefir og auk jarðabókarinnar ritað
ýmis-legt landfræðislegs efnis. Páll hefir meðal annars ritað
all-merkilega ritgjörð um jarðamat og dýrleika jarða, hvað þær
eigi að hafa til að bera, ef þær eiga að metast svo eðasvo2.
Ennfremur hefir hann samið ritgjörð um íslenzk eyktamörk3
og segir þar meðal annars, að lengsti dagur á miðju íslandi
sé 20 stundir 24 mín., en styztur 3x/2 stund. Páll hefir og
gjört allmargar athuganir himintungla, til þess af því að reikna
breiddarstig Víðidalstungu4. Dálítið hafa þeir félagar skyggnzt
eptir ýmsunáttúrufræðislegu á ferðum sínum. Arið 1707 skoðaði
Páll lögmaður Vídalín Barnaborgir við Fagraskógarfjall, áður
haíði hann spurt í lögréttu, hvort ei fyndist saltpétur hér á
landi, og hafði Oddur Sigurðsson lögmaður sagt, að svo væri;
var þeim félögum sagt, að saltpéturinn væri i Barnaborgum,
en hann var svo lítill, að ekki mundu tíu menn i viku haí’a
fyllt þar tiu marka ílát5.

I ríkisskjalasafninu danska eru geymdar 16 sýslulýsingar
íslenzkar, sem gjörðar voru á árunum 1744—1750, í þeim er

Æfisaga Páls lögmanns Vídalíns eptir Þórð Sveinbjarnarson,
framan við Fornyrði Lögbókar. Reykjavík 1848, (64 bls.). Sbr. einnig
Lbs. 275 og 481-4°; J. S. 68 og 164 fol., 300-4°. Annálar Þorsteins
Ketilssonar. J. S. 39. fol.

2) íslendingur III., bls. 77—101

3) Páll Vídalín: Um þau íslendsku eyktamörk (á íslenzku og latínu).
Ny kgl. Samling, nr. 1678-4°.

«) Páll Vídalín: Dagstímatal, A. M. nr. 958-4°.

5) Annálar Þorsteins Ketilssonar, hdrs. J. S. nr. 39 fol. 1 lysingu
Hnappadalssýslu (Rigsarkivet) segir, að áður hafi fundizt saltpétur i
Barnaborgum, en er lýsingin var rituð (1744), var hann ekki lengur til.

17*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free