- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
260

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

260

margt fróðlegt um staðalýsingu íslands, og er þar í fyrsta
sinn flestum byggðum héruðum lýst nokkurnveginn greinilega.

r

Arið 1743 birti Lafrenz amtmaður á þingi skipun
stjórnar-innar, að sýslumenn skyldu gjöra skýrslur og lýsingar héraða
þeirra, er þeir voru yfir settir, og itrekaði J. G. Pingel
eptir-maður hans þá skipun 14. júli 17451. Það sést af
lýsingun-um, að stjórnin hefir lagt vissar spurningar fyrir sýslumenn,
28 að tölu. Þeir áttu að lýsa almennri legu og stærð
hér-aðsins, vegalengdum, landslagi, kornyrkju, trévexti og
berja-tekju, saltverkun, stóðhöfnum og bíflugnarækt(!), nytsömum
steinum og málmum, ferfættum dýrum, fuglum og öðrum
dýrum, kvikfjárrækt, fiskiveiðum, vegum, veðráttufari,
sjúk-dómum og læknisjurtum, vinnubrögðum og lifnaðarháttum,
eyjum, höfnum, víkum og flóum, fljótum og ám,
stöðuvötn-um, uppsprettum, lækjum, fjöllum, einkennilegum hlutum,
þingstöðum, þorpum og bæjum, ennfremur áttu þeir að nefna
aðalsmenn i héraðinu og merkilegar fornmenjar. Þetta átti
auðsjáanlega að vera yfirgripsmikil lýsing, en mjög hlaut hún
að verða ruglingsleg. Sýslulýsingarnar í safni þessu eru
mjög mismunandi að gæðum, á sumum má ennþá margt
græða, en sumar eru magrar og ómerkilegar.
Landslagslýs-ingarnar eru sumstaðar furðu nákvæmar og opt talinn fjöldi
af örnefnum; náttúrulýsingin er eðlilega lakari, þó er i
sum-um skýrslum allítarlega talað um fugla og jurtir og notkun
þeirra, og stundum um hveri, laugar, eldgos o. fl. Sumum
lýsingunum hafa áður fylgt uppdrættir, en þeir eru nú allir
horfnir. Hér nefnum vér hinar einstöku sýslulýsingar og
til-færum nokkur atriði úr sumum þeirra2.

r

Lýsing Arnessýslu er eptir Brynjólf sýslumann Sigurðs-

Lögþingisbókin 1745, nr. 18.

3) Sýslulýsingar þær, sem fyrir liggja, eru allar á dönsku, nema ein
(Austur-Skaptafellssýsla), en upprunalega munu margar þeirra eða
flestar hafa verið á islenzku; það sést af bréfum frá Pingel á árunum
1745—48, að hann hefir látið snúa þeim á dönsku. Af miða, sem
liggur í sama böggli, sést það. að þeir Eggert Ólafsson og Bjarni
Páls-son hafa fengið sýslulýsingarnar til láns 2. ágúst 1758.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0272.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free