- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
261

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

261

son1; í henni er hinum einstöku spurningum svarað í þeirri
röö, sem nú nefndum vér. Hér getum vér aðeins fárra
greina. Um Geysi segir höf.: »Fram hjá honum ríða menn
alfaraveg yfirláganog flatan klett, í klettinum er kringlött ker
eða skál, hérumbil 5 faðmar að þvermáli. Þeir, sem næst
búa, veita eptirtekt gosum hversins, þvti og óróa; þegar
bú-ast má við stormi eða regni, skýtur hann þokunni
(vatns-gufunni), sem stundum er blönduð rauðum eldi, svo hátt i
lopt upp, að þeim, sem næst standa, sýnist hún ná alveg upp
í skýin; aptur á móti þeytist vatnið ekki eins hátt upp eins
og gufan, en þó hærra en nokkur turn í Kaupmannahöfn.
Vanalega spýr Geysir á hverjum degi, ákafast á morgnana
kl. 9, minna kl. 2—3 e. m. og á kvöldin 9—10. Stundum er
Geysir kyrr og sýður niðri 1 klettinum, en kasti menn
ein-hverju í hann, þá spýr hann þvi upp. Þar sem Bartholin
ritar, að hver þessi við Haukadal breyti tré 1 stein, þá sýnir
reynslan, að það eru tilhæfulausar ýkjur«. Höf. getur um
fleiri hveri og laugar í Arnessýslu og segir, að auk Geysis
gjósi 4 hverir nokkra faðma; hann segir, að menn hafi
fyrr-um notað laugar til baða, einkum Marteinsbað hjá Haukadal,
það segir hann, að Marteinn biskup hafi látið setja í lag.
»Við hliðina á stórum steini, er stendur upp úr köldum læk,
lét hann gjöra kringlóttan garð úr torfi og grjóti, í dæld þessa
lét hann veita um steinstokk heitu vatni, er kemur upp úr
steininum. Mælt er, að kalt vatn hafi áður runnið um aðra
steinpipu frá sama steini, en nú er hún brotin«. »Nálægt
Þjórsá er þurr baðhola, er gengur 5 álnir 1 jörðu niður2,
holu þessa má byrgja fyrir ofan höfuð þeim, sem fer þangað
niður til þess að svitna«. Höf. talar einnig um hverafugla á
Reykjahver í Ölfusi, segist reyndar ekki hafa séð þá, en
áreiðanlegir menn hafi sagt sér frá þeim, þeir stinga sér á

’) Topographia Arnesina eller Description over Arnes Syssels
Be-skafíenhed, forfatted efter Sal. Justits Raad og Amtmand Lafrentze’s
Befaling til mig af Dato 11. Oct. 1743. Dags, Skalholt d. 22. April
1746. (Af) Brinolver Sivertsen; 12 blöð. fol.

2) þurrabað hjá þjórsárholti?

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free