- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
262

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

262

kaf í hverina og eru á stærð við titlinga, svartir með
dökk-gráum dröfnum; segir hann, að fuglar þessir hafi horfið við
jarðskjálptann 1734 og hafi ekki sézt síðan.

Höf. talar nokkuð um jaróveg í sýslunni og leirtegundir,
segir hann, að deigulmór sé notaður til þess að klína með
smiðjubelgi, blár og rauður hveraleir til þess að lita með
tré, en rnórauðan leir noti koparsmiðir til þess að steypa í;
i fenjutn og forum fæst sorta, sem íslendingar nota til þess
að lita vaðmál. Brynjólfur sýslumaður getur einnig um
ýmsar jurtir, sem notaðar eru, úr mjaðurt og sortulyngi lita
menn svartan lit, og þeir, sem illt er i munni, tyggja
sortu-lyng; úr jafna lita menn gult, barkað úr víðirberki, grænt úr
burkna og úr fjallagrösum rauðan lit. Söl fást mikil á
Eyrar-bakka og sækja bæði Arnesingar, Rangvellingar og
Skapt-fellingar þau þangað; stör, segir hann, að verði 9 kvartil á
hæð í Olfusi. Brynjólfur sýslumaður getur þess ennfremur,
að fimm hvítabirnir hafi vorið 1745 gengið á land i
Skapta-fellssýslu og verið drepnir; hann getur og utn stórubólu og
segir ennfremur, að hollenzk skúta haft 1741 flutt bólu i
Múla-sýslur, en svo gekk hún um allt land árin 1742 og 1743.
Höf. talar einnig um stóðhafnir þær, er Skálholtsstóll ’átti í
Hestfjalli og Arnesi, en segir, að þær hafi lagzt niður 1723.
Nytsama málma segist hann enga þekkja í sýslunni, nema
brennistein og saltpétur við Reykjahver í Olfusi. Um
refa-veiðar segir hann, að menn vinni tóur á grenjum með
bvss-um eða dýraboga, en stundum leggi menn fyrir þær
krans-augu og kjötbita með títuprjónum eða smáum járnnöglum.

r

Alptir, segir hann, verpi mest í Hvítárnesi, og fari menn
þangað í mai lok til þess að ná eggjum þeirra. íbúar
Ar-nessýslu, segir hann, séu ráðvandir, skynsamir, hreinlyndir,
kyrlátir og greiðviknir. Landslagi lýsir höf. nokkuð og getur
um helztu fjöll, ár og stöðuvötn, talar um uppsprettur ánna,
ferjustaði o. s. frv., hann getur um steinboga, sem fyrrum
átti að hafa verið yfir Brúará, og um Draugagjá i hrauni hjá
Herdísarvík og Vargshólsbrunn, er ósalt vatn i báðum, en þó
markar þar fyrir flóði og fjöru; hann talar og um
Þorláks-brunn i Skálholti, sem á að hafa verið byggður 1193 og var

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0274.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free