- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
263

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

263

þá enn sótt allt vatn 1 hann til staðarins, hann var
kringl-óttur, hlaðinn úr grjóti, 5 íslenzkar álnir á dýpt og 3 að
þvermáli. Aðalsmenn, segir hann, séu nú engir í héraðinu,
en þó séu sumir fátækir bændur komnir af höfðingjum, er
herraðir voru í gamla daga1.

Ljsing Rangárvallasýslu eptir Þorstein Magnússon2 er
all-löng, landslagi er nákvæmlega lýst og getið ýmsra hluta, er
snerta náttúrufræði þessa héraðs. Hér nefnum vér aðeins
örfá atriði til sýnis og athugunar. Fiskiveiðar voru þá lagðar
niður í Þykkvabæ síðan i stórubólu, en áður gengu þar 4—6
skip til fiskjar. Höf. talar um kornyrkju á íslandi skynsamar
en flestir aðrir í þá daga; viða á landinu heldur hann, að
kornyrkja geti ekki þrifizt, sakir kalsa og vætu á sumrum og
hvergi muni hún svara kostnaði, því þó dálítið geti þroskazt
á Suðurlandi, þá mundi það verða allt of mikil tímatöf fyrir
bændur að plægja og sá, svo þeir fengju engan tíma til þess
að stunda heyskap og fiskiveiðar; höf. talar um
ræktunartil-raunir Gísla Magnússonar á Hlíðarenda og um villikorn i
Skaptafellssýslu, og hvernig það er uppskorið og hirt. Um
steina, dýr og jurtir á Islandi, er höf. alllangorður, þó ekki
sé mikið á lýsingu hans að græða. Þar sem hann talar um
málma og hvar þeir finnist, fer hann mest eptir frásögum
Jóns lærða, en segir þó, að flest það, er málmnám snerti á
Islandi, sé óvíst og byggt á getgátum. Höf. telur marga
ís-lenzka fugla og lýsir þeim nokkuð, einkum hvað lit snertir;
hann segir, aó Rangvellingar fari í maí og júní til þess að
leita álptareggja á fjöllum, en í september fella álptir fjaðrir,

’) »dog findes her nu, som paa adskillige Steder i Landet, arme
og elændige, slette Bönder, som kan opregne deres Genealogier til
be-mældte i gamle Dage nobiliteret Folk, hvilket dog ikke i ringeste Maade
distingverer dem. hverken i Henseende til Standen, ei heller Personen,
fra de andre Landets Indvaanere*.

2) Iislands og især Bangervallesyssels Descriptio Geographica af
Thorsten Magnussön. Dags. Skambensstade 1. apríl 1744; 19 blöð. fol.
Frönsk útlegging af lýsing Bangárvallasýslu stendur i Mercure Danois,
júlí og ágúst 1754, bls. 145—149 og 309—315 (Description du Canton
Bangervalle en Islande),

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free