- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
264

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

264

og meðan þær eru í sárum, elta menn þær ríðandi og brjóta
háls þeirra með löngum staf. Um hverafugla segir hann, að
þegar þeir stinga sér, sjáist þeir ekki aptur á sama hver í
það sinn; höf. getur þess, að gamall bóndi hefði sagt sér,
að sumarfuglar dveldu hér einnig á vetrum og væru í
fel-um, bóndi þessi þóttist hafa séð andir á vetrum skriða með
botni undir ís í ám og vötnum og safna þar ormum;
enn-fremur segir hann, »ef maður tekur sjófugl með höndunum
og sleppir honum svo aptur út í vatnið, þá verður fuglinn
votur á þeim stöðum, þar sem tekið hefir verið á honum
með berum höndum«. Við veiðivötn uppi i landi, segir höf.,
að sumstaðar sé svo mikið mýbit, að það skríði inn í nef og
eyru á hestunum, svo þeir deyi af þvi! Rekaviður, segir
hann, komi frá rússiskum og tatariskum löndum gegnum
Waigatzsundið. Vagnar og sleðar, segir hann, séu til á stöku
bæjum, og séu notaðir til þess að flytja hey og áburð rétt í
kringum bæinn. Höf. talar allítarlega um islenzka sjúkdóma
og ráð við þeim; segir hann, að holdsveiki sé nú miklu
sjaldgæfari en fyrr, enda sé almenningur siðaðri og hafi
betra mataræði en áður1; hann heldur, að holdsveikin sé
sama sem illkynjaður skyrbjúgur, og ráðleggur skarfakál við
henni. Af hvönnum, segir hann, Rangvellingar sæki marga
hestburði í Þórsmörk og á Landmannaafrétt; í
fiskileysis-árum borða fátæklingar mikið af hvönnum, í stað fiskjar, með
smjöri. Höf. nefnir mörg algeng íslenzk grös, vaxtarstaði
þeirra, notkun til lækninga og litunar o. s. frv. Meðal
ann-ars segir hann, að jarðarber vaxi í Húsagarðsheiði og i
Land-mannasveit, en þyrnir á hól fyrir austan bæinn á Seljalandi
og á kirkjugarðinum á Vestmannaeyjum; af fjallagrösum segir
hann, að lítið sé til syðra, en á heiðum nyrðra sé svo mikið
af þeim, að einn maður geti á 7 dögum tekið 4 tunnur eða
hestbyrði, og sé það matarígildi einnar tunnu af mjöli;
fá-tækt fólk sýður stundum smára í mjólk og etur; kúmen flutti
Gísli Magnússon fyrst i sýsluna, en síðan hefir það töluvert

»den gemene Mand er nu mere polered og holder bedre Diet
end i forrige Tider.«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free