- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
274

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

274

nokkuð fengust við stærðfræði og stjörnufræði. Þegar hér

>

er komið sögunni, var Jón biskup Arnason (1665—1743)
einna færastur maður á íslandi í stærðfræði og rímfræði,
hafði hann mikið yndi af þesskonar vísindum og skrifaöist á
við aðra lærða menn um slík efni, eins og sjá má á bréfum
hans til Jónasar Gam, Páls Vídalíns og Hjalta Þorsteinssonar,

r

sem enn eru til. Jón Arnason gaf út rím eptir nýja stíl,
sem prentað var á^Hólum 1707, og Fingrarím 1 Kaupmanna-

r

höfn 1739; 1714 ritar Jón Arnason alþingi og býðst til aö
verja rím sitt fyrir hverjum einum, sem á vildi leita1; hann
ritaði einnig um islenzk eyktamörk2 og um vallarmál3. Jón
biskup fékkst og nokkuð við mælingar og átti margar bækur
í stærðfræði og stjörnufræði, hann mældi breiddarstig Staðar
í Steingrímsfirði, þó eigi væri það nákvæmt (65° n. br.), en
hann kennir það verkfærinu, sem hann hafði fengið lánað
hjá Hjalta presti Þorsteinssyni i Vatnsfirði. I bréfi til síra
Hjalta, 10. apríl 1711, talar hann og um, að reyna að mæla
lengdarstig eptir sólmyrkva 15. júlí 1711, en telur það þó
mjög örðugt4.

Um sama levti var uppi Jónas Baðason Gam, hann
dvaldi mestan hluta æfi sinnar erlendis og var talinn meðal
hinna ágætustu stærðfræðinga i Danmörku5. Jónas Gam var
sonur Daða Jónssonar sjslumanns í Kjósarsýslu, móðir hans,
Margrét Gam, var af dönskum ættum. Jónas Daðason var
fyrst í mörg ár heyrari og skólastjóri við Mariboskóla og síðan
skólastjóri i Næstved í 10 ár, hann dó í janúarmánuði 17346.

*) Lögþingisbók 1714, nr. 25.

2) Lbs. nr. 280-4°. Aptan við það handrit er meðal annars
upp-dráttur af löndum kringum Atlantshaf. allónákvæmur. Ýms bréf Jóns
Árnasonar. Lbs. nr. 17 fol. Æfi hans Lbs. nr. 275-4°.

3) Hdrs. Bókm. í Kmh. nr. 58-4° og nr. 82-8vo.

*) A. M. nr. 410 fol.

5) Sbr. Sibbern: Conamina hist. lit. Islandiæ 1727. Ny kgl. Samling.
nr. 1850-4°, bls. 43.

6) Jón Olafsson frá Grunnavik: Hist. lit. Isl., B. U. H. Addit. nr.
3 fol. Jón Halldórsson segir, að Mag. Jónas Daðason Gam hafi dáið
1733. Annálar Jóns Halldórssonar, hdr. J. S. nr. 238-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0286.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free