- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
275

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

275

Jónas Gam var í miklum metum erlendis og var boðin
bisk-upstign 1721, en vildi eigi fyrir aldurs sakir takast það
embætti á hendur; hann reit um sólarár fornmanna, einfalt
rím eptir nýja stíl 1732, og ýmsar ritgjörðir um stærðfræði og
stjörnuspeki.

Þá má einnig nefna Mag. þorleif Halldörsson, sem líka
var framúrskarandi vel að sér í hinum sömu vísindagreiuum.
Þorleifur var kominn af fátækum foreldrum á Álptanesi,
sem eigi gátu sett hann til mennta, en af því hann var mjög
gáfaður, tók síra Ólafur Pétursson í Görðum piltinn að sér
og kenndi honum; siðan fór hann í Skálholtsskóla og svo
utan með tilstyrk Jóns biskup Vidalins, varð síðan
fylgdar-maður og skrifari Þormóðs Torfasonar í Noregi, fór svo til
Hafnar, naut styrks á »Ehlers collegio« á árunum 1706—
1710, fékk meistaranafnbót 27. mai 1710, og fór heim til
ís-lands með Steini biskupi Jónssyni 1711 og gerðist skólastjóri
á Hólum, hafði hann áður fengið loforð fyrir að verða prestur
á Setbergi siðar1. Skólinn naut Þorleifs ekki lengi, þvi hann
dó um veturinn 1713 úr brjóstveiki, sem lengi hafði þjáð
hann2. Þorleifur Halldórsson var talinn mjög gáfaður og
lærður maður; í stærðfræði og stjörnufræði var hann talinn
flestum fremri, og líka mjög vel að sér í heimspeki,
guð-fræði og málfræði, og ágætt latínuskáld, svo hann í þeirri
grein þótti ganga næst Jóni biskupi Vidalin. Eptir Þorleif
Halldórsson liggja nokkrar prentaðar ritgjörðir
stjörnufræðis-legs efnis3. Hér má einnig geta um Stefán Björnsson (1722

’) Bréf frá Magnúsi Arasyni til Árna Magnússonar 13. júní 1711.
A. M. nr. 1057-4°.

2) Um æíi þorleifs Halldórssonar. F. J. Hist. eccles. Isl. III.. bls.
551—52; Thorchillii Specimen Islandiæ non barbaræ, J. S. nr. 333-4°,
bls. 183—85; Svarfaðardalsannáll (Lbs. 158-4°, bls. 284) segir, að
þor-leifur hafi fengið harða sótt og ekki legið nema 3 nætur, en í
Fræði-mannatali Einars Bjarnasonar (A. M. nr. 1055-4°, bls. 323) segir, að
hann hafi dáið »af megrusótt og vanþrifum*.

3) porleifur Halldórsson (Thorlef Haltorius): De inventione
astro-nomiæ apud Caldæos. Havniæ 1706-4°. Schediasma mathematicum de
aplane s. st. 1707-4°. De harmonia coelorum Pythagorica s. st. 1708-4°.
Senarius thesium de natura et constitutione temporis s. st. 1709-4°.

18*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0287.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free