- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
276

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

276

—1798), þó hann væri seinna uppi; hann reit margt um
stjörnufræði og stærðfræði, fékkst við mælingar og þótti
framúrskarandi í sinni mennt1.

, r

A fyrri hluta 18. aldar skráðu margir ýmislegt um rím-

r

fræði. Arni Magnússon og Páll Vídalín voru báðir rímfróðir
og rituðu ýmislegt um rím2; þá má nefna síra Þórð
Jóns-son á Staðarstað (f 1720), síra Jón Þórðarson á Myrká
(f 1734), síra Runólf Gíslason í Skálholti (f 1735)3, og sira
Benedikt Jónsson í Bjarnanesi (f 1744), er samdi
Tröllkonu-rím. Síra Stefán Einarsson í Laufási (f 1754) samdi
reikn-ingsbók 1737. og sömuleiðis Halldór biskup Brynjólfsson
(f 1752) árið 1746, og er ritlingur hans hin fyrsta íslenzka
prentaða reikningsbók4. Síra Þorsteinn Pétursson á
Staðar-bakka (1711—1785), sem var fróður maður í ýmsum
grein-um, hefir líka ritað dálítiö um stærðfræöi og stjörnufræði.

Þess hefir fyrr verið getið, að stjórnin sendi Bagge
Wan-del til íslands 1651, og átti hann að rannsaka og mæla hafnir
á Islandi; um árangur þeirrar ferðar vitum vér ekkert. Þegar
siglingar og skipaferðir fóru að aukast, hlaut það að verða
hin mesta nauðsyn, að fá uppdrætti hinna helztu hafna og
lendinga, en ekki vitum vér til, að stjórnin hafi gert neinar

De sole retrogrado schediasma ex Esaj. 38 v. 8, s. st. 1710-4°. Rit
þor-leifs >Lof lyginnar*, sem mikið þótti tit koma, er enn víða til í
hand-ritum. Hdrs. Bókmf. í Kmh. nr. 371-4°, nr. 47, 58, 176, 620-8vo.

*) Stefán Björnsson: De essentia consecutiva. Havniæ 1757-4°.
De effectu cometarum descendentium in systema nostrum planetarium.
Havniæ 1758-4°. De usu astronomiæ in medicina. Havniæ 1759-4°.
Dissertatio spectans ad physicam coelestem, qua sufficienter aut certe
suinma cum verisimilitudine a priori prohatur dari in corporibus
coe-lestibus creaturas rationales. montes et aquas. Havniæ 1760-4°.
Intro-ductio in tetragonometriam. Havniæ 1781. Stefán gaf út Bymbeglu
1780 og ritaði ýmsar greinir í Lærdómslistafélags ritin (II., 1 — 29; VIII.,
109—150; IX., 263—77; X.. 161—74; XIII.. 251-78).

2) Rím eptir Árna Magnússon A. M. nr. 729-4°.

3) Rímreglur með rímvisum aptan við 1734. Hdrs. Bókmf. í Kmh.
nr. 12-8vo.

4) Lítið ágrip um fjórar species í reikningskonstinni; ínnréttuð
eptir E. Hatton, reikningskonst eða arithmetica. Prentað aptan við
taxtann 10. apríl 1702. Hólum 1746.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0288.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free