- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
277

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

277

ráðstafanir í þá átt, fyrr en Magnús Arason var sendur til
íslands árið 1721. Vöntun allra sjókorta hlýtur að hafa
verið mjög tilfinnanleg fyrir farmenn, sem til Islands sigldu,
enda sjást þess enn menjar, að ýmsir sæfarar danskir hafa
gert uppdrætti af nokkrum höfnum. Hinn elzti af þesskonar
uppdráttum, sem eg hefi orðið var við, er uppdráttur af
Reykjavíkurhöfn (Holmens Havn) og Seltjarnarnesi, eptir
Hoffgaard 1715, hann er ekki fjarri sanni og hefir einnig
nokkra sögulega þýðingu, af þvi á honum sést afstaða bæja
á Seltjarnarnesi, kaupstaðurinn i Effersey o. fl.1 Frá miðri
18. öld og fyrri hluta aldarinnar, eru nokkrir fleiri uppdrættir
til i bókhlöðu háskólans og skal þeirra hér getið. Uppdráttur
af höfnum í Keflavík og Bátsendum, eptir H. C. Beck 1726:
uppdráttur þessi nær líka yflr Reykjanes og Geirfuglasker2.
Uppdráttur yfir afstööu Reykjavikur og Bessastaða 1731, eptir
von Ecleff, eptirmynd gjörð 1783, með ýmsum viðaukum frá
þeim tima; kort þetta er vel gert og allnákvæmt, einkum að
þvi er Álptanes snertir3. Uppdráttur af höfninni i Húsavík
1747, þar er enginn höfundur nefndur; á uppdrættinum eru
myndir af kaupstaðarhúsunum, bryggju og skipi fyrir 3
atker-um4. Uppdráttur af höfninni i Grindavik, eptir Christopher
Klog 1751, með kaupmannshúsum og bæjum5. Uppdráttur

’) Eptirmyna af uppdrætti þessurn er í bók Kr. Kálunds,
Historisk-topografisk Beskrivelse af Island, II., bls. 400; þar er þó ekki allur
upp-drátturinn, frumritið nær yfir nokkuð stærra svæði, á því sést Viðey,
Lundey, meginlandið inn að Kleppi og nokkuð af Kjalarnesi.
Frum-ritið er geymt í bókblöðu háskólans í Kaupmannahöfn, í safni. sem
heitir »Norske Landkort«, nr. 46b. Á blaði i sýslulýsingaböggli i
Rigs-arkivet stendur, að Hoffgaard hafi lika gjört kort af íslandi öllu og
af-hent það admíráli Raben.

2) Bosand og Kieblevigs Havner- udi Island. Hans Christian Beck
1726. Norske Landkort, nr. 42.

s) Carta over Hessestads og Reikewigs Beliggende udi Island,
op-taget af Oberst v. Ecleff 1731. Copieret 1783 af Th. F. Norske
Land-kort, nr. 46.

4) Huusevigs Havn i Island 1747. Norske Landkort, nr. 45.

s) Grindevigs Havn udi Island. tegnet af Christopher Klog 1751.
Norske Landkort, nr. 43.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0289.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free