- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
314

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

314

r

próf í guöfræði með bezta vitnisburði 1731. Arið eptir fékk

t

hann styrk af sjóði x\rna Magnússonar, en fór snöggva ferð
til íslands 1733, fór strax utan aptur og dvaldi veturinn
1733—34 í Arendal i Noregi, en kom um vorið eptir páska

r

til Kaupmannahafnar. Arið 1732 kom Jón Marteinsson til
Hafnar, og segist Jón Olafsson hafa hjáfpað honum á marga
vegu og verið honum meðmæltur við Gram, svo hann náði
að-göngu að háskólanum, fékk ýmsar skriptir og var settur við

r f

að leggja út jarðabók Arna Magnússonar. Jón Olafsson
segir, að nafni sinn hafi launað sér þetta svo, að hann rægði
hann við Gram og aðra, og sjálfur segist hann þá hafa orðið
svo leiður á lifinu i Höfn, að hann fór aptur heim til íslands í
maí 1743. Veturinn næsta dvafdi hann í Súðavík í
Isafjarð-arsýslu, hjá bróður sínum Erlendi sýslumanni Ólafssyni (1706
—1772), en næsta sumar ferðaðist hann um Suður-
ogNorð-urland og heimsótti ýmsa kunningja; um haustið kom hann
til Bjarna sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum, settist þar
aó og varj þar í 4 ár, fékkst Jón þar mest við útleggingu
skjala, er áttu að fara til hæztaréttar, og við ýmsar
aðrar skriptir. Veturinn 1749—50 dvaldi Jón Ólafsson hjá
Jóni sýslumanni Benediktssyni í Þingeyjarsýslu, og næsta
vetur hjá ættfólki sinu í Miðfirði; móðir hans var dóttir síra
Páls Jónssonar á Melstað. Um haustið 1751 fór Jón
Ólafs-son utan, settist að i Kaupmannahöfn, og dvaldi þar til
dauðadags, 17. júní 1779. Jón naut nokkurs styrks úr sjóði

r

Arna Magnússonar, en var jafnan fátækur og átti í basli:
kvartar hann opt undan áreitni landa sinna í Höfn, og segir
hann, að þeir hafi á allar lundir reynt að ná frá sér styrk
þeim, sem hann hafði1.

Jón Ólafsson frá Grunnavík var einn af hinum fróðustu
íslendingum, sem uppi voru á fyrri hluta 18. aldar, og

’) í bréfi einu til jústitsráðs Möllmanns 1767, kvartar Jón Ólafsson
sáran undan rógi landa sinna, og kveðst fús á að sleppa styrknum og
hætta við störf sín við handritasafn Árna Magnússonar, ef sér
fram-vegis verði veittur dálitill ellistyrkur til daglegs lífsuppeldis, svo hann
ekki deyi úr vesöld eða neyðist til að flakka, vondum mönnum til gleði
og aðhláturs.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0326.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free