- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
315

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

315

liggja eptir hann fjölda mörg rit um sögu, fornfræði,
mál-fræði og bókmenntir1; þó ritgjörðirnar opt séu ruglingslegar
og ókrítískar, þá er þó í þeim fólginn hinn mesti fróðleikur
um sögu 18. aldar, og er þar margt að finna, sem hvergi er
annars staðar; rit Jóns Olafssonar eru því ómissandi fyrir
alla þá, sem vilja kynna sér sögu, bókmenntir og þjóðlíf
þeirra tíma; í þessari bók höfum vér mjög opt vitnað til rita
hans. Jón Ólafsson hefir einnig ritað ýmislegt, er snertir
náttúrufræði og landfræði Islands, og má nokkuð á því
græða, þó það sé í mörgu ófullkomið; segist Jón sjálfur alveg
hafa hætt við öll ritstörf í þá átt, eptir aö þeir Eggert og

r

Bjarni voru sendir til Islands tii rannsókna.

Hið merkasta rit af náttúrufræðistagi eptir Jón
Grunn-víking, er rit hans um íslenzka fiska og sjód)T2. Dýralýs-

Hið helzta er Jón Ólafsson samdi, var íslenzk orðabók, skrá
yfir safn Árna Magnússonar, bókmenntasaga. réttritunarreglur,
hag-þeinkir, fiskafræði, og æfisögur ýmsra merkismanna, auk þess fjöldi af
ritgjörðum um fornfræði, sögu og málfræði, annálabrot. dagbækur o.
m. fl. Hér yrði allt of Iangt mál að telja hin einstöku rit, en til
all-margra hefir verið vitnað hér og hvar í þessari bók. Flest rit Jóns
Ólafssonar eru geymd á háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn og safni
Árna Magnússonar, en eigi allfá eru og til í Reykjavík á
landsbóka-safninu og í handritasafni Bókmenntafélagsins. Nokkur rit Jóns
Ólafs-sonar eru talin í P. Pjetursson: Hist. eccles. Isl., bls. 411, í H. Ein.
Sciagr. Isl. lit.. og í Worms Lexicon Um æfi sína hefir Jón Ólafsson
sjálfur ritað, A. M. nr. 437. fol., hdrs. J. S. 68. fol. Sbr. einnig Nord.
Tidskr. f. Oldk. III. 1836 og Annaler f. nord. Oldk. 1853.

2) Icthyographia Islandica eður tilraun um lýsingu á sjóar- og
vatnadýrum á íslandi, skrifuð í Kaupmannahöfn árið 1737. Hdrs,
Bókmf. í Reykjavík. nr. 115B. Eptirrit í hdrs. J. S. nr. 247-4°. Jón
Ólafsson skrifaði fiskafræði sína fyrst á íslenzku og 1746 fékk Guðni
Sig-urðsson, lögsagnari í Gullbringusýslu, hana til yfirlesturs og lofaði að
leiðrétta og auka, en gerði það ekki, síðan lagði Jón ritið út á dönsku
og lánaði Jacob Langebek til yfirlesturs 1751. en var ei búinn að fá
það aptur 1772. Hdrs. J. S. nr. 401-4°. Sakir þess, að rit þetta er
að mörgu merkilegt, set eg hér efnisyfirlit þess, af því má sjá.
hverju þar er lýst, því ritið er allt of yfirgripsmikið. til þess að hér sé
hægt að skýra ítarlega frá efninu. Fyrsti partur: Um sjófiska. I. kap.
Um fjörukindur á landi: 1° fjörumaðkur. 2° maðkamóðir, 3° ormur, er
finnst í þöngulrótum, 4° skeri, 5° eitrnál. II. kap. Sjóormategundir:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0327.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free