- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
317

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

317

ugra manna. Um hvalina fer hann nokkuð eptir ritum Jóns
lærða, og svo mikið eptir munnmælum, er hann hefir heyrt,
en rit Jóns Olafssonar er miklu greindarlegra og
hjátrúar-minna en nafna hans. Víða talar Jón um not þau, er inegi
hafa af dýrunum, og segir frá því, er hann hefir heyrt um
eðli þeirra. Stundum er ekki gott að skilja lýsingarnar, og
margt er þar náttúrlega skakkt, en þó er rit þetta góðra
gjalda vert. Nokkra kafla set eg hér sem sýnishorn, þeir eru
teknir af handahófi:

»Fjörumaðkur, hann er misstór að lengd og [þykkt,
si-valur með smáöngum út úr þykkildinu. Þriðjungur hans að
framan er þykkastur, en halinn mjór; hefir hvorki höfuð né
augu, svo sjáist. Innan i honum er ekki nema vatnsfeiti og
blóðdrefjar, er sumir segja, að séu líkastar hrognum.
Ýmis-lega er hann litur, eptir sandi, sem hann liggur i;
hrafn-svartur er hann í svörtum sandi, en mórauður i gráum; opt
er hann hvítur á halanum og litar fingurna gula, þá á
hon-um er tekið. Sagt er hann sé uppi um flæði, en niðri um
fjöru; þar eru hringlagaóir smáhnúðar yfir fjörunni, sem
hann er undir, og eru það saurindi hans. Hann er góð
fiskibeita«.

^Hörpudishar eru bæði stórir og smáir, allir lítið íhvolfir,
frambreiðir og sléttir innan við kaflann, hvar fiskurinn liggur,
sem er sagður mjög sætur, en þar fyrir framan með köflum,

Um sjófiskalýs: 1° hvallýs, 2° flyðrulýs. 3° þorskalýs. Annar partur:
Um vatnsfiska. I. kap. Um silunga yfir höfuð. II. kap. Um hinar
ætu silungategundir: 1° urriði, 2° glæsingur, 3° bleikja, 4° birtingur,
5° riðgála, 6° reiðir eða reiðarsilungur, 7° sjóreiður, 8° maurungur,
9° gedda. 10° silungamóðir. III. kap. Um óæta silunga: 1° hornsili.
2° öfuguggi, 3° loðsilungur. IV. kap. Um laxa: 1° guðlax, 2° lax
al-mennur. V. kap. Um ála: 1° sjáfaráll, 2° ætuáll. 3° hrokkáll. Önnur
deiling: Um vatnaskrímsli og fleiri vatnsorma. I. kap. Um
vatna-skrímsl: 1° vatnshestur eða nykur, 2° vatnaselur, 3° vatnagedda. 4° um
skrímsl í Sandklettavatni, 5° dittó i þingvallavatni. II. kap. Um stærri
vatnsorma: 1° í Hvitá. 2° í Lagarfljóti. 3° blóðsugan. 4° ormur í
Hval-vatni. þriðji partur inniheldur þrjú fiskaskrif annara manna fyrir mig.
þar er fiskatal Eddu með skýringum. um seli og hvali úr
Konungs-skuggsjá; svo hefir átt að koma rit Jóns lærða, en það vantar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0329.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free