- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
318

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

318

röstum og reinum eða lögum og rákum á milli; þó eru
þessir kaflar ei svo brattir, né reinarnar djúpar, sem utan,
þar hvortveggi er hærri og dýpri, og liggja langt fra
naflan-um og fram að röndinni eða munninum, og stækka því meira
sem fram á sækir; eru kaflarnir utan til misþykkir og
rák-irnar misdjúpar og viðar, þó eptir skammti, svo optast eru
jafn margir mjóir kaflar og grynnri rákir á milli. Við
nafl-ann eru tvö flöt hök eða eyru, annað lítið, annað tvöfalt
stærra. Eins eru rákir og kaflar í hálfliringunum, sem þvers
um liggja, en þó ei svo djúpar, sem hinar langs eptir.
Lit-urinn er hvítur eða rauður optast, innan frá fiskleginu fram
að röndinni. Hálfhringarnir utan eru hvítir, en sumar þessar
skeljar eru aldeilis dökkleitar utan. Eystra kallast þær
báru-skeljar«.

»Sandmígur, aðrir kalla sandmeyrur, kallast og eitt
skelja-kyn. Þær stærstu eru þriðjungi lengri að breidd en lengd,
opnar og uppbrettar i annan enda breiddarinnar, en naflinn
nær þeim kringlótta enda; en hinar smáu eru kringlóttar,
sléttar innan, en rákir utan þvers um, sem á öðrum skeljum
er, hvirflast og beygjast fljótar upp að naflanum í þeim opna
enda en i hinum, þar sem þær eru meir hringbeygðar. Þær
eru alhvitar, munu hafa nafn af þeim opna enda«.
»Sjáfar-nyt er sögð tvennslags, stór og smá, eins og mannshöfuð á
skapnað, loðin utan, líkt mannshári; verður tálguð sem
surt-arbrandur«.

»Óslcabjörn, hálf kringlóttur á bakið, en að skapnaði
nið-ur boginn litið að framan og aptan, með seigri húð,
svart-grár og mórauður að lit, með svörtum augum og tveimur
kömpum, átta klóm, fjórum hvoru megin. Innan 1 honum er
ekki armað en steinn, likastar gummi arabico að litnum,
rauð-gulur í sumum, en svartur í sumum, svignar undan fingri
nýr, en harðnar við vind; er í lögun sem vaðsteinn og af
því kalla sumir hann Pétursstein. Hann er flatur og ílangur
með tveimur skorum, sinni í hvorjum enda, og rák langs á
milli á flatvegunum, rétt sem á vaðsteini, optast dökkur eöa
mórauður*. Þá segir Jón Ólafsson tvær almennar þjóðsögur
um óskabjörninn, og heldur svo áfram: »Hann dregst á þorski

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0330.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free