- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
328

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

328

mjög ruglingsleg og ókritisk, en þó er þar hér og hvar innan
um nokkur fróóleikur um ýmislegt, er Island snertir, og
munum vér hér dálítið minnast á hið helzta1.

Jón Marteinsson samdi 1757 ritgjörð um ástand íslands2;
ritgjörð þessi, er eins og flest sem hann hefir ritað,
samtín-ingur af ósamkynja efni, en á þó að vera nokkurskonar
lýsing á landinu og ástandi þess; þó ritgjörðin sé mjög
rugl-ingsleg, er þar þó dálítinn fróðleik að finna, einkum um
menn, sem þá voru uppi. í fyrsta kapítula telur Jón ýmsa
rithöfunda, sem skrifað hafa um ísland, einkum um
fram-farir þess og viðreisn, um sögu landsins og margt fleira,
en flest af þessu kemur iítiö við málefni þvi, sem hann ætlar
að tala um. Sjálfur segist Jón hafa skrifað ritgjörð um
við-reisn Islands og þar einkum haldið þvi fratn, að nauðsynlegt

á brýn marga óknytti, að hann hafi rægt sig. hnuplað frá sér bókum
og handritum o. s. frv. 1 bréfi til Jóns þorkelssonar. 11. desember
1758, segir Jón Ólafsson meðal annars: »Sá famosus þræll og réttuv
spitzbub und galgenvogel Jón Marteinsson hafði með lymsku lokkað
mig til að sýna sér historiam mina literariam, vissi síðan, hvar lá, og
snappaði burtu, en neitar nú öllu, siðan eg hefi við hann talað; eg
stend nú sem inermis eptir og verð enn á ný að forfigta mig og
fram-brjótast proprio marte*. (Hdrs. J. S. nr. 124, fol.) Á þetta minnist
Jón Ólafsson hvað eptir annað; á einum stað ritar hann á spássíu:
»Jón Marteinsson stal minni hist. lit. 25. nóv. 1758«; á öðrum stað:
>Mér mega vera svik þeirra Jóns Marteinssonar um historiam meam
literatam til áminningar, hvernig min scripta muni fara eptir minn dag.«

’) Um æfi Jóns Marteinssonar hefir því nær ekkert verið ritað, þau
fáu atriði, sem hér eru nefnd, hefi eg hitt á stangli í ritgjörðum sjálfs
hans og í ritum Jóns Grunnvíkings.

2) Jón Marteinsson: Islands nærværende Tilsland, kort og
enfolde-lig. men dog sandfærdigt og usminket afmalet og forestillet. Thott, nr.
961. fol. (144 bls., vantar aptan af): 1. Cap. Skribenter inden- og
uden-lands om Island. 2. Cap. Om Islands Situation, Störrelse og
natur-lige Beskadigelser. 3. Cap. Om de moralske Aarsager til Islands Ruin
og Fordærvelse; geistlig- verdslig Husstand. Sectio secunda: 1, Nogle
fremmede Moral- og Natur- Aarsager til Islands Beskadigelse. 2,
End-ydermere, hvis der med al Föie kunde critiseres udi bemeldte Nations
uvederkvemlige Moralitet og Opförsel imod fremmede igjen, og især
den danske Nation. þennan seinasta lið vantar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0340.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free