- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
329

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

329

væri að byggja framtíð landsins á þjóðlegum grundvelli, halda
við fornurn búnaðarháttum og sparsemi, en forðast allar
út-lendar nvjungar. Jón segist hafa afhent Skúla Magnússyni
þetta rit árið 1754, en hann hafi náttúrlega álitið sig allt of
gáfaðan og mikinn mann, til þess að sinna sliku. Uppástungur
og »project« Skúla Magnússonar og annara embættismanna,
segir Jón Marteinsson, að muni verða landinu til ævarandi
tjóns og eyðileggingar, og allstaðar úthúðar hann Skúla, þar
sem hann getur, bæði í athugagreinum og meginmáli.

í öðrum kapitula lýsir Jón Marteinsson landinu, og ber
sú lýsing mest vott um vankunnáttu hans; hann segir t. d.,
að Skálholt muni vera á 66° n. br., en Hólar á 71° n. br.,
landið telur hann 113 norskar mílur á lengd. Höf. getur
dálítið um ár og stöðuvötn á Islandi, og segir ýmsar
hjá-trúarsögur um orminn í Lagarfljóti, vatnaskrimsli, nykra og
öfugugga, segir hann að veturinn 1730—31 hafi 4 menn við
Mývatn dáið af að eta öfugugga; hann lýsir og
allnákvæm-lega kláfdrætti á Jökulsá á Dal. Mest talar höf. um ýmsa
apturför landsins af náttúrunnar völdum, um snjóflóð,
skað-legar mýrar, roksanda, eldgos, skriður, vetrarkulda og óáran,
hafis og örðugar samgöngur, villidýr og ránfugla, um
músa-bit á fé, og um skaða þann, er hollenzkir duggarar gera
landinu.

I þriðja kapítula talar Jón Marteinsson um siðferðislegar
orsakir til hrörnunar landsins, og talar þar mest um ókosti
lslendinga og ýmsar misfellur á stjórnarfari; segir hann, að
Island hafi á seinni timum verið svo óheppið, að
embættis-menn hafi ailir verið ónýtir, iliviljaöir, sjerpiægnir og illa lærðir,
en æðstu stjórn landsins hafi útlendir menn haft, sem hafi verið
jafn óhæfir til þess starfa, eins og höf. til aó vera stórvesir
í Tyrklandi. Þá talar hann um skólana, kirkjustjórnina og
bág kjör presta, og vill láta skila þeim aptur jörðum og öðru
fé, er gekk undan kirkjunni á siðabótartimanum. Þá talar
hann um byggingu jarða og sveitarstjórn, hvernig allt slíkt
skuli endurbæta. Höf. vill láta auka sögulestur meðal aþýðu,
og láta senda aptur til Islands öll jarðaskjöl, sem geymd eru
í Kaupmannahöfn. Viðreisn til hins betra segir hann, geti

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0341.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free