- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
336

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

336

næmi holdsveikinnar sé ekki eins mikil í köldum löndum,

eins og í hinum heitari. Um ísland ganga svo margar skrök-

sögur, segir hann, að margir ímynda sér erlendis »að þar sé

hvorki kristni, skirn né menntun, og að Islendingar hafi

nærri ekkert mannamöt á sér, nema þeir séu skapaðir

í kross, en í því skjátlast þeim hraparlega, því nú eru þar

í landi margir skynsamir og lærðir menn«. Holberg telur

íslendinga ágætlega vel gáfaða, og hælir þeim fyrir sagnaritun

þeirra. Við biskupsstölana eru tveir latínuskólar, en þar er

engin kennsla frá jónsmessu til mikaelsmessu, því þá fara

piltar heim til sín. Handiðnir eru á lágu stigi, en þó eru

nauösynlegustu hlutir búnir til i landinu sjálfu; enginn

skraddari er þar í landi, en konur sauma allan fatnað; aðal-

störf karlmanna eru fiskiveiðar, kvenna ullarvinna. Norð-

lendingar eru snyrtilegastir i framgöngu, en þeir eru lika

dramblátastir og montnastir. Mysa er þar aðaldrykkur, öl fá

Islendingar frá Danmörku og brennivín, sem þeir eru mjög

lineigðir fyrir. Holberg nefnir hinar verstu skröksögur um

ísland og hrekur þær: »Menn, er koma af löngum ferðum,

fyrirverða sig ekki að segja hinar ótrúlegustu skröksögur, og

ef menn hafa á móti þeim, sanna þeir þær með eiði; einu

t

sinni sagði kaupmaður, sem verzlaði á Islandi, mér, að hann
hefði séð íslending taka af sér skóna og stýfa þá úr hnefa
eins og pönnukökur. Eg hristi höfuðið til merkis um að eg
tryði þessu ekkl, en hann lagði eið út á það, að sagan væri
sönn, og þá varð eg að þagna«.

Þriðja útgáfan af Danmerkurlýsingu Holbergs1 var
prent-uð 1762, þeir Olrik og Jón Eiríksson sáu um prentunina;
þessi útgáfa er mjög aukin, að þvi er Island snertir, þar er
drepið á sögu landsins og talað allmikið um íslenzka verzlun
og verzlunarsögu, þar er einnig allangur kafli um íslenzka
lagasetningu og lagasögu, og er allt greinilega og vel fram
sett, þó það sé stutt.

Gcorg Krysing, sá, er átti bréfaskipti við Jón Olafsson
frá Grunnavík, hefir einnig ritað nokkurskonar Islandslýsingu,

L. Holberg: Dannemarks og Norges geistlige og verdslige Staat
eller Beskrivelse. 3. Oplag. Kjöbenhavn 1762-4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0348.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free