- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
337

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

337

sem þó er fremur Ömerkileg, að eins samsafn af 3’msu úr
ritum annara manna.1 Krysing hefir notað rit eptir Blefken,
Arngrím lærða, Þorkel Vidalin, Zorgdrager og Jón Olafsson
frá Grunnavík. Lang mest talar höf. um dýrafræði Islands,
en fátt um landfræði; hann getur um skoðanir manna um
Thule, um loptslag, hafís, snjó, ölkeldur, hveri, eldfjöll, steina,
málma og grös, svo um skeljategundir, óskabjörn,
helsingja-nef, um hvali, fugia og villidýr, og dálitið um kiæðnað
ís-lendinga og siði. Flestöll íslenzk nöfn eru mjög bjöguð, og
allt ritið mjög ókritiskt.

Hugmyndir útlendinga um Island sjást einkar vel á
al-gengum kennslubókum og alþýðubókum, sýna þær að
þekk-ingin var ennþá ekki beisin framan af öldinni. I mörgum
kennslubókum er ísland að eins nefnt og getið um Hóla,
Skáiholt og Bessastaði,2 og nöfnin þó vanalega afbökuð. í

/ r

sænskri landafræði3 stendur t. d. að eins þetta: »A Islandi
er Skálholt helzti bærinn; á Hólum er biskup, skóli og
prent-smiðja, á Bessastöðum er amtmannssetur, og Hekla er
eld-gjósandi fjall«. I hinum smærri kennslubókum er þetta
vanalega allur vísdómurinn um Island. I hinum stærri
kennslubókum eru sumstaðar lengri kaflar um Island, og er
þá optast ýmsu safnað saman úr Blefken, Peyrére og öðrutn
eldri ritum. Landfræðisbækurnar á öndverðri 18. öld eru
að því leyti skárri en hinar fyrri, að þær eru ekki nærri
eins gagndrepa af hjátrú, þó margar gamlar ’kerlingabækur
haldist enn og lengur, jafnvel fram á vora daga. Til dæmis
set eg hér kafla úr þýzkri og enskri landfræðisbók; í hinum
frönsku bókum er efnið hérumbil hið sama.

I hinni þýzku landafræði eptir J. Hilbner,4 sem mikið

Kryssing: Gesammelte Nachrichten von der Insul Island. Ivalls
Samling, nr. 626-4° (176 bls.). Sbr. Ny kgl. Samling, nr. 1839-4°.
Sumstaðar er höf. kallaður Georg Krysing. sumstaðar að eins Kryssing.

J) Bessastaðir eru sumstaðar kallaðir Kronningsgaard, og er það
líklega afbökun af Kongens Gaard (Konungsgarður).

3) Anvisning til hela nyare geographien. Stockholm och Upsala
1755, bls. 91.

4) J. Hiibner: Vollstándige Geographie. 3. Auflage. Hamburg
1736. 3 bindi í 8vo. Um ísland í 2. bindi, bls. 89—100.

22

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free