- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
338

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

338

var notuð á þeim tímum. er alllangur kafli um ísland, og
er þar fátt rétt, en margt skakkt. Húbner segir, að
heim-skautsbaugur skeri landið mitt, það sé 80 mílur á iengd og
60 á breidd; hann segir að landsstjóri búi á »sloti« einu

r

sunnan til á Islandi, og kallar hann það ýmist Bellastædt,
Ballenstædt eða Bollastædt (Bessastaðir). Húbner segir, að
Islendingum þyki mjög vænt um hesta sína, enda séu þeir,
þó þeir séu smáir, þolgóðir og vanir að klöngrast yfir ár og
fjöll; þegar íslendingar ferðast eitthvað hafa þeir að minnsta
kosti 10 hesta í ferðinni og tjöld meðferðis, því þeir verða

r

að setjast þar að, sem bezt er fyrir hestana. A sumrum
eta hestarnir sæt sjóargrös (söl), á vetrum hey, en þegar
það þrýtur eru þeir fóðraðir með harðfiski. Nautgripir á
ís-landi hafa opt 5 horn, og eins sauðkindur. Islendingar stappa
fiskinn, og baka svo brauð úr stöppunni, þeir búa í
jarðhús-um, opt 10, 20 eða 40 í sama húsi, og má geta því nærri,
að lifnaðarhættirnir eru skrítnir í slíkum húsakynnum;
hús-búnað sinn smíða íslendingar allan úr hvalbeinum; lifréttur
þeirra er harðsoðin bjargfuglsegg, þau eta þeir með beztu
lyst, .saltlaus og brauðlaus. Refar á Islandi eru svo grimmir,
að þeir eyða heilum sauðahjörðum; isbirnir koma til Islands
frá Grænlandi og eru sumir svartir og sumir öskulitir.
Húbner segir ennfremur, að á Islandi sé mesta mergð af
höggormum og allskonar eitruðum skriðkvikindum. Helzti
verzlunarstaðurinn heitir Hanselfort (Hafnarfjörður), þangað
koma margir Danir, Norðmenn og Þjóðverjar; einkum þykja
Þjóðverjar kærir gestir, sérstaklega hjá kvennfólkinu, þó
segir höf., að ekki sé rétt að trúa öllum þeim sögum, sem
sagðar eru Islendingum til minnkunar. Hekla er svo ógurleg,
að ekki er hægt að komast nær henni en svo, að 6 mílur
verða eptir að fjallinu; eldur brennur. í rótum hennar, en að
ofan er hún þakin snjó og is. Dönsk útlegging af þessari
bók1 kom út í Kaupmannahöfn 1743, þar er kaflinn um
Is-land allt öðru visi og nokkurn veginn réttur, og hefir
útgef-andinn liklega notið tilsagnar einhvers Islendings; nöfnin eru

’) J. Hiibners Geographie fordansket, rettet og formeeret (ved J.
P. Anchersen). Kjöbenhavn 1743-8vo, bls. 479—483.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0350.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free