- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
339

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

339

víðast hvar rétt skrifuð; þar er stutt staðalýsing og getið
helztu merkisstaða í ýmsum sýslum landsins.1

I enskri landafræði eptir Pascoud2 er kafli um ísland,
og er þetta aðalefni hans. Nafn sitt dregur Island af ísnum,
sem girðir landið mestan hiuta ársins; helztu bæirnir heita
Hola, Skalhot og Kurbar;3 kastali er þar einn, sem heitir
Bested og tvær beztu hafnirnar heita Hanar og Keplarwick.4
Sumstaðar á Islandi skín sólin á sutnrum samfleytt nætur
og daga í 3 mánuði, en á vetrum er aptur 3 mánaða nótt.
Loptslagið er kalt og heilnæmt, og járn ryðgar fljótt. Island
er mestaiit fjöllótt, og i jarðvegi er víðast leir, en sumstaðar
sandur; þar er hvorki korn né skógar, nema litlir runnar af
birki og eini. Fátæklingar á íslandi gjöra brauð úr
inöluð-um fiskbeinum, en sunnan til á landinu er mikið til af
dökk-um nautgripum, koilóttu sauðfé og hestum; hrossin lifa á
vetrum á þurkuðum fiski eða mosa og grasi, sem þau krafsa
undan snjónum. Helztu útflutnings vörur eru harðfiskur,
smjör, tólg, vaðmál, brennisteinn og dýraskinn af refum.
björnum, hjörtum. úlfum og selum. A íslandi eru þrjú
eld-fjöll Hecla, Helga og la Croix (Krossfjall), þau fjöll eru öll

í Tindastóli segir höf. að finnist margir agatar og sjaldgæfir
gimsteinar. einkum i Glerhallavík og Ódáðahrauni(I) (Oodahraun, en
uveysom Klint), bls. 480. Um Geysir segir hann (bls. 482) »hvor af
en stor Klippe eller Steen udspringer en Aare med koldt Vand, og en
Alen nedenfor paa samme Klippe en anden Aare med varmt Vand,og
har derhos dette besynderligste, at hver 3je Time efterfölger dette
Spring eller Veld Havets Ebbe og Flod«.

2) M. Pascoud: Historico political geography. London 1726-8vo.
2 Voll. Um ísland I. bls. 189-191.

3) Lenglet Dufresnoy (Methode pour etudier la géographie. Paris
1736), telur líka þorpin Kurdar og Sirda (á líklega að vera Kirkjubær
og Síða) á Austurlandi, og Gils á Vesturlandi. Nicolle de la Croix
(Géographie moderne. Paris 1769,) segir að Gils sé lítið þorp við
botninn á samnefndum firði (Gilsfirði). Lengi haldast vitleysumar; í
danskri kennslubók. sem ætluð er alþýðuskólum (L. Norreslet:
Stotte-punkter for Jordbeskrivelse, Sproglære og Regning. Slagelse 1892. bls.
3) er sagt, að Skálholt sé enn biskupssetur.

4) Bested = Bessastaðir; Hanar = Hafnarfjörður; Keplarwick =
Keflavík.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0351.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free