Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
340
mjög há og snævi þakin og spúa eldi, sjóðandi vatni, fossum
af brennisteinsvökva, sem brennur eins og vinandi, svartri
ösku og stórum vikrum, og það með svo miklum hvellum,
áð mestu þrumur eru ekki eins ægilegar. Islendingar halda,
að þar sé mynni vítis, og þykjast sjá þar hersveitir púka, sem
flytja þangað sálir fordæmdra, einkum þegar orustur eru
háðar. Vestan til á eynni er vatn, sem alltaf rýkur, og er
þó svo kalt, að allt verður að steini, sem í það er látið; úr
öðru vatni á miðri eynni rjúka banvænar gufur, svo fuglar
deyja, er yfir fljúga. Á vissum timum ársins reka, af
sér-stakri náð forsjónarinnar, frá norðri að ströndum landsins
á ísjökum stórir trédrumbar, og með þeim hirtir, refir, birnir,
úlfar og einhyrningar; þá standa íbúarnir i hópum niður við
sjóinn og bíða eptir björginni; timbrið nota þeir í byggingar
og til eldiviðar, en dýrin til matar sér. Þar eru margar
tærar og heilnæmar uppsprettur, og sumar eru álitnar eins
nærandi eins og bjór; á íslandi eru líka margar tjarnir, vötn,
lækir og skipgengar ár, fullar af allskonar fiskum, þar eru
firðir margir, en fátt um hafnir og viggirta bæi. íslendingar
eru smáir vexti, en sterkir og langlífir; þeir eru fávisir og
hjátrúarfullir, og vanalega mjög fátækir; kofar þeirra eru
byggðir úr timbri og hálfir í jörðu sakir hvassviðra og til
þess menn geti haldið á sér hita. Islendingar voru í
forn-öld skynsamastir allra á Norðurlöndum, og geymdu fornsögur
sinar í ljóðum og rituðu þær á eigin tungu, en það er
r
gotneska, sem þeir tala enn.1 A Norðurlandi er þéttbýlast,
en annars er landið fámennt og strjálbyggt. Lýsingin endar
með sömu klausunni eins og hjá P. Gordon (II., bls. 221),
þar sem hann talar um villimenn og skurðgoðadýrkendur, er
búi i hellum uppi í landinu.
I ýmsum frönskum landfræðisbókum frá þeim tima eru
alllangir kaflar um ísland, t. d. í bókum eptir Nicolle de la
Croix, Lenglet Dufresnoy, Noblot, Abraham du Bois, J. Palairet,
’) Sumir fræðimenn hafa sagt, að mikil líking sé milli tungu
íslendinga og Japansbúa(!), og því hafi víst fyrrum verið samgöngur
þar á milli landa, sbr. Duret: Tresor des Langues, bls. 922, er
Adelung: Geschichte der Schiffahrten, Halle 1768, vitnar í, bls. 440.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>