- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
341

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

341

J. Vaissete1 o. fl., en allt er það af sama tagi, gömlu lýsing-

arnar og gömlu kerlingabækurnar teknar upp aptur og fáar

nýjar vitleysur; Dufresnoy segir þó, að alþing hafi aðsetur

t

sitt i Skálholti og Islendingum þyki slæmt nauta- og
kinda-kjöt, Palairet og A. du Bois segja, að á Hólum sé ágæt höfn,
og Palairet, að Noregskonungur hafi fundið Island árið 890 o. s.
frv. I ýmsum þýzkum stórum landfræðisbókum eru lika

r

orðmargar lýsingar á Islandi, sem ekkert er á að græða.

Happélius’1 fer eingöngu eptir bók Martinieres og gerir mikið

f

úr göldrum og fjölkyngi Islendinga, sem eru svo skyggnir,

að þeir heiman að frá sér sjá glögglega hvað gerist inni í

húsum annara manna í fjarlægum löndum. Melissantes3 segir,

t

að Norðmenn hafi tvisvar numið land á Islandi, en í fyrra
skiptið fluttu þeir sig aptur burt til heitari landa; hann segir
ennfremur, að borgin Keplawick hafi beðið mikið tjón í
jarð-skjálfta 1653, sem enginn fótur er fyrir. Chr. B. Hdchhel
segir meðal annars um Heklu: »Þegar hin eldfimu efni eigi
geta fengið útrás, þá framleiða þau allskonar hljóð, sem ekki
eru ósvipuð ýlfri, þess vegna halda ýmsir auðtrúa menn, að
þar sé helvíti, og að sálir fordæmdra kveljist þar«. Höf. þessi
segir ennfremur, að Skálholt sé aðsetursstaður stjórnarinnar
á íslandi, og á Hólum sé góð höfn, en sú borg sé lítil og
engir múrar í kringum haria.4

’) Nicolle dc la Croix: Géographie moderne, Paris 1769-8vo íum
ísland II., bls. 52—53). Lenglet Dufresnoy: Methode pour etudier la
géographie. Paris 1736-8vo (II., bls. 22—26). Noblnt: Géographie
universelle. Paris 1725-8vo (I., bls. 147 — 48). Abraham du Bois: La
géographie moderne. Leide 1729-4° (I., bls. 439 -440). J. Palairet:
Nouvelle introduction á la géographie moderne. Londres 1755-8vo (I.,
bls. 216—217). J. Vaissete: Géographie historique, ecclesiastique et
civile. Paris 1755, 4 bindi i 4°, og 12 bindi í 8vo. (Um ísland í 4°
útgáfunni I., bls. 101-104).

2) E. Q. Happelii Mundus mirabilis tripartitus oder wunderbare
Welt in einer kurzen Cosmographia furgestellet. Ulm 1708-4°. (Um
ísland II.. bls. 363-64, og III., bls. 902—905).

3) Melissantes: Cosmographia novissima oder allerneueste und
aecurate Beschreibung der gantzen wunderbaren Welt. Frankfurt
und Leipzig 1715-4°, bls. 958-959.

4) Chr. B Háckhel: Allgemeine und neueste Welt-Beschreibung.
Ulm 1739-40-4-°. (Um ísland I.. bls. 860, og IL, bls. 3102—3104).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0353.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free