- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
343

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

343

hver hefir í fyrstu skrásett þær. Um það leyti var i
Dan-mörku töluverður áhugi á því, að fá vitneskju um ísland,

1 r

og hagi Islendinga, þá var Harboe sendur til Islands, þá var
sýslumönnum boðið að semja sýslulýsingar, og 1742 var
danska vísindafélagið stofnað. Hin kynlega spurning um
ísinn, er ekki svo óeðlileg, sem sýnist í fyrstu; í fornum
bókum var þess opt getið, eins og fvrr hefir verið áminnst,
að þegar hafísjakar rækjust saman, þá kviknaði í þeim, þetta
hafði um langan aldur gengiö bók úr bók í útlöndum, og
var því ekki undarlegt, þó menn spurðu hvort nokkur tilhæfa
væri í sögu þessari. í*að mun hafa verið Gunnar Pálsson,
sem svaraði spurningunum; hann var skólameistari á Hólum
1742—1753.

Spurningar þær, sem hér um ræðir, eru eiginlega 70 að

tölu, og eru þær svo nákvæmar og yfirgripsmiklar, að það

var með öllu ómögulegt að svara þeim í þá daga til fullnustu,

og hver sem það vildi gera, hefði orðið að skrifa stóra bók.

Náttúrufræði Islands var þá svo lítt kunn, að ekkert viðlit

var til, að viðunanlegar skýrslur fengizt um þær greinar, er

snertu náttúru Islands; höf. vill t. d. fá skýrslu um öll dýr,

smá og stór, sem til eru á Islandi, jafnvel nú á vorum dög-

um væri ekki hlaupið að því, að gjöra slíka skýrslu. Þar

er viða spurt um ýmsar gamlar skröksögur, hvort þær séu

sannar, t. d. hvort Islendingar selji hagstæðan byr, hvort

vötn séu svo eitruð, að fuglar devi, er vfir fljúga, hvort upp-

sprettur breyti svartri ull i hvíta, hvort jarðeldar brenni alla

hluti nema hör o. m. fl. Þar er spurt um iögun Islands og

hnattstöðu og fjarlægðir milli ýmsra staða, margt um lopts-

lag, hafis og sævardýpið kringum Island, sem enginn þá vissi

neitt um; þar er spurt um sjúkdóma, dýr, jurtir, steina og

máima, um landslag, eldfjöll, hveri, um alla siði og hætti
t

Islendinga, gáfur þeirra og eðli, um mannfjölda, um sögu

Islendinga og bókmenntir að fornu og nýju, um landsstjórn

og kirkjustjórn, um verzlun, lög og réttarfar og ótal fleiri

hluti, sem hér yrði of langt að telja, þar er jafnvel spurt

t

um það, hvernig Islendingum liki stjórn Danakonungs.
Spurningar þessar eru eflaust settar saman af einhverjum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0355.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free