- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
344

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

344

forvitnum fræðimanni, en ekki af neinu vísindafélagi, eins

og sumir hafa haldið,1 Einhver íslendingur hefir reynt að

svara spurningum þessum stuttlega; svör hans eru Iíka

geymd i ríkisskjalasafninu.2 Ritgjörð þessi er þó í alla staði

ómerkileg, þvinær eingöngu samtíningur úr eldri bókum, fátt

frá eigin brjósti, og það fremur lélegt. Um sama leyti sem

spurningar þessar voru sendar Tslendingum, hafði danskur

embættismaður E. J. Jessen-Schardeboll {1705—1783) í hyggju

að semja nákvæma lýsingu Danaveldis; hann varð 1737 ritari

í stjórnarráði kirkjumála og síðan í kansellíinu, að lokum

varð hann aðalumsjónarmaður kirkna í Danmörku (1754).

Jessen þessi var riðinn við þau mál, er snertu sendiför

Harboes til Islands, og öll líkindi eru til þess, að hann hafi

samið spurningar þær, sem hér um ræðir (1741), og hefir

ætlað sér að nota tækifærið, er Harboe var sendur, til þess

að fá sem bezta vitneskju um ísland; það er lika sennilegt,

t

að hann hafi átt einhvern þátt í því, að sýslumönnum á
Is-landi var boðið aó semja sýslulýsingar. Greifarnir Carl og
Johan v. Holstein hvöttu Jessen til að koma í verk
ríkis-lýsingunni, og mæltu fram með honum við stjórnina; voru

þá frá kanselliinu sendar spurningar i allar áttir, og líklega

t

til Islands líka, var fáum þeirra svarað í Danmörku sjálfri,
en mörgum í Noregi, og varð það til þess, að Jessen tók að
semja lýsingu Noregs,3 eða sá um að hún var samin, átti
bók þessi að verða mjög stór og yfirgripsmikil (8 bindi í 4°),
en aldrei kom út nema fyrsta bindið. Eitt bindið átti að
vera um Island, Grænland og Færeyjar. Rit þetta hefði
eflaust orðið hin mesta fróðleiksbók, ef það hefði allt komið út.

1 það getur ekki verið rétt, sem Sigurður Jónasson segir (Annaler
for nordisk Oldkyndighed 1858, bls. 298) að danskt vísindafélag hafi
samið þessar spurningar.

2) Nogle Remarquer samlede i Anledning af forelagte Quæstioner
om Island. Rigsarkivet. Ritgjörð þessi er ef til vill eptir Jón
Mar-teinsson?

3) Erich Johan Jessen-Schardeböll: Det Kongerige Norge
frem-stillet efter dets naturlige og borgerlige Tilstand. Tom. I. Kjöbenhavn
1763-4° (668 bls.). Norðmaður einn, Hans Steenbuch að nafni, hefir
með aðstoð Jessens samið þetta bindi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0356.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free