- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
345

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

345

é

Eins og alkunnugt er, og vér fyrr höfum getið, var

Ludvig Harboe (1709—83) sendur til íslands 1741 til þess að

líta eptir ástandi kirkna og kennidóms, dvaldi hann hér á

landi 1741—45, og gjörði margar þýðingarmiklar breytingar

og umbætur á kirkjustjórn landsins, skólum og öðru.1 Harboe

ritaði ýmislegt umísland,einkum um sögu siðbótarinnar. Til eru

ennþá bréf nokkur,2 er Harboe skrifaði kunningjum sínum

t

fyrstu árin, er hann dvaldi á Islandi, þau eru rituð á þyzku.
í þeim er ýmislegt fróðlegt um ástandið á íslandi í þá daga,
en ekki er þar nein eiginleg landlýsing.3

r u t

Arið 1746 kom út í Hamborg bók um Island eptir
Johann Anderson borgmeistara (1674—1743), höfundurinn var
þá dáinn, og bókin var gefin út eptir handritum hans, og er
æfisaga hans framan við.4 Anderson var lærður maður og
vandaður og í miklum metum; hann segist i formálanum
ætla að gefa drottni dýrðina og lýsa dásemdarverkum hans,
er lýsi sér jafn dýrðlega í náttúru og mannlífi hinna
norð-lægu landa eins og í suðurlöndum. Höf. hefir viljað gjöra

1) P. Pjetursson: Historia ecclesiastica Islandiæ. Hauniæ 1841-4°,
bls. 455—471.

2) Ny kgl. Samling nr. 1670-4° og hdrs. J. S. 566-4°.

3) Sökum þess að aðalinntak bréfa L. Harboe’s er nú nýprentað
í »Eimreiðinni« III., bls. 183 — 193, felli eg hér burt ágrip það af
bréf-unum, sem eg hafði samið, því óþarfi er að prenta þau tvisvar. Eg
leyfi mér að eins að geta eins atviks. sem ekki stendur í »Eimreiðinni«.
í bréfi til Jessens 2. sept. 1741 lýsir Harboe ferðinni til íslands og
segir þar sögu um hvali. er þeir sáu, og lýsir sagan því, að
athugunar-greind skynugra manna annaðhvort hefir þá verið ófullkomin, eða þeir
blygðuðust sín ekki að ýkja, ef svo bauð við að horfa, 12. ágúst voru
3 hvalir 25—30 álna langir að leika sér hjá skipinu, lagði af þeim
hinn megnasta óþef og þeir hneggjuðu eins og hestar, þrisvar var
skotið á þá rennikúlum, en það hafði engin önnur áhrif en þau. að
þeir stungu sér snöggvast. |>essi hvalaleikur héldu sjómenn væri
fyrir-boði fyrir illviðri, enda brá svo við um kvöldið, að það gerði ofsa rok,
sjór braut glugga í lyptingu og gerði Harboe rennvotann í rekkjunni.

4) Johann Anderson-. Nachrichten von Island, Grönland und der
Strasse Davis zum wahien Nutzen der Wissenschaften und der
Hand-lung. Hamburg 1746, 8vo. (Um ísland bls. 1—144). Á dönsku:
Efterretninger om Island, Grönland og Strat Davis. Kjöbenhavn 1748.
8vo. (Um ísland bls. 1—136).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0357.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free