- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
346

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

346

rit sitt sem bezt úr garði, og segist ætla að hrekja hinar
mörgu lygasögur, sem gangi um Tsland; til þess að koma
þessari fyrirætlun fram, segist hann hafa leitað upplýsinga
hjá skipstjörum og undirkaupmönnum, sem flytja vörur frá
Islandi til Glúckstadt og Hamborgar. Margt fer öðru vísi en
ætlað er. Anderson trúði sögumönnum sínum of vel, og af
því leiddi, að bók sú, sem hann ætlaði að gjöra sem
vand-aðasta og sannorðasta, varð einhver hin vitlausasta og
ill-orðasta, sem nokkurn tíma hefir verið skrifuð um Island.
I^etta er auðsjáanlega mest að kenna sögumönnum hans.

Fvrri hluti ritsins, um náttúru landsins, er miklu
skvn-samari en hinn seinni, um þjóðina; í náttúrusögu þeirra tíma
hefir Anderson verið allfróður, hann hefir í þessari bók ritað
nokkurskonar yfirlit yfir náttúrusögu Islands, og þó margt
sé þar skakkt, þá er þar þó allmörgu safnað saman, sem
fróðleikur var í fyrir lesendur þeirra tíma. 011 skvnsemi
fer út um þúfur þegar höf. fer að tala um Islendinga, siði
þeirra og háttalag, og er furða, að hann skuli hafa verið svo
barnalegur, að láta telja sér trú um margt af því, sem þar
er borið á borð fvrir lesendurna; hann hefði þó að minnsta
kosti átt að skilja, aó ekkert þjóðfélag gat staðizt, ef
einstak-lingarnir voru jafn siðferðislega spiltir, latir og heimskir eins

r

og hann segir að Islendingar séu. Sjómenn þeir, er Ander-

i

son hefir haft tal af, hafa varla þekkt aðra Islendinga en
hinn lélegasta sjóþorpalýð, þó fært allt á verra veg, og logið
sögum inn i til smekkbætis. Ef bornar eru saman sögur
þeirra Andersons og Blefkens, er auðséð, að þær eru af
sama toga spunnar, soðnar saman úr sjómannaþvaðri. Til
allrar hamingju er bók Andersons hin seinasta skröksögubók
um ísland. sem nokkuð kveður að, margar vitleysur eru
náttúrlega í miklu nýrri bókum, og það jafnvel á vorum
dögum, en bækur 1 sama gerfi og Blefken, Martiniere og
Anderson hafa ekki birzt síðan. Þvættingur Anderson’s
um lifnaðarhætti íslendinga var þegar rekinn öfugur aptur á
bak af Jóni Þorkelssvni og nokkru síðar dyggilega af
Horre-bow, þess vegna urðu áhrif bókar Anderson’s miklu minni
en hinna fyrri bóka; nú var líka farið að birta yfir, og brátt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0358.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free