Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
347
kom Eggert Ólafsson fram á sjónarsviðið, og þá komst
þekk-ingin um Jsland í allt annað horf en áður hafði verið.
Aðalinntak bókar Anderson’s er hérumbil á þá leið,
sem hér segir, en eðlilega verður rúmsins vegna að sleppa
mörgu. Anderson byrjar bók sina með því að lýsa landinu,
sem hann heldur að liklega hafi myndast um það levti, sem
syndaflóðið gekk yfir jörðina. Island er mjög hrjóstrugt,
fuilt af háum fjöllum, klettum og jöklum; á hálendi Islands
búa engir nema nokkrir afbrotamenn, sem í örvæntingu hafa
flúið þangað. Vegir eru engir á Islandi, flest fara menn
fót-gangandi. en þar sem bezt er yfirferðar má klöngrast á
hesti. Jarðskjálftar eru þar mjög tíðir, enda or það eðlilegt.
þvi fjöll og jarðvegur er allur holóttur og bergtegundirnar
mjög eldfimar. Arið 1726 kom svo mikill jarðskjálfti á
Skagaströnd, að hátt fjall hvarf á einni nóttu og þar
mynd-aðist djúpt vatn, er fjallið hafði áður verið; annað
hyldýpis-vatn þornaði upp, og botn þess hófst hærra en landið i
kring.1 Jarðvegur á íslandi er allur fuliur af brennisteini
og saltpétri, og stendur það öllum jurtagróðri fyrir þrifum.
Opt kemur gerð í jarðveginn og jarðeldar bijótast út og gera
r
mikinn skaða. Arið 1729 kom upp eldur i héraðinu
Huus-wich og brenndi þorpið Myconfu,- svo allur grasvegur,
kirkj-ur, hús, kindur, kýr og hestar brunnu til ösku; logarnir fóru
svo hart um jörðina, að menn urðu að hlaupa allt hvað af tók
til þess að komast undan. Eldur þessi evddi þrjár
kirkju-sóknir, og lá við sjálft, að aðrar þrjár yrðu fyrir sömu af-
x) Hér er eflaust blandað málum. þá var enginn jarðskjálfti á
Skagaströnd eða þar í kring. en árið 1720 féll ógurleg skriða úr íjalli
i Yatnsdal og gerði mikið jarðrask. og hefir sögumaður Anderson’s
liklega haft fyrir sér einhverja sögu Um þetta. Jón Espólín segir svo
frá atburði þessum (Árb. IX., bls. 58): »Nóttina eptir hinn 10.
okto-bris féll grjótskriða ógurleg úr fjallinu upp undan Bjarnastöðum í
Yatns-dal ok tók af bæinn ok 6 menn, var þar með bóndinn ok kona hans,
hljóp hún síðan í ána. ok stíflaði hana, svo ei mátti framkomast; náði
sú skriða suður til Mársstaða, og tók þar nokkuð af velli. en spillti
sumu, varð af henni og svo stíflum þeim, er áin gjörði, mikill skaði á
jörðum beggja vegna í dalnum, allt fram að Hvammi og Kornsá*.
2) Hér er átt við jarðeldana við Mývatn 1724—1729.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>