- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
348

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

360

drifum, en þá sendi drottinn svarta þoku og hellirigningu,
er slökkti eldinn. 011 fjöll eru eldbrunnin á Islandi; þegar
minnst varir, springa þau í sundur með ógurlegum hvelli,
og steypa ösku og hrauni yfir bygðirnar. Fjall eitt við
Portlands Bay, sem aldrei hafði áður gosið, gaus ógurlega
1721,1 og eyddust stór héruð af grjóti og loga, þá varð einnig
sá atburður, að stór hluti fjallsins losnaði og rann fram í
sjó; í þrjá daga var loptið svo fullt af ösku, að aldrei sást
til sólar, og hin tvö næstu ár varð kvikfénaði illt i munni
af ösku og grjótmylsnu, sem fallið hafði á beitarlöndin.
Þegar eldurinn var kominn frá fjallinu niður á jafnsléttu,
rann hann 18 milur neðanjarðar.

Hekla gýs ekki nema við og við, en það er ómögulegt
að komast upp á hana fyrir gjám og klungrum. Hálfa mílu
frá Heklu er heitt stöðuvatn, sem þó er heitara á vetrum,
i þvi kviknar af sjálfu sér þrisvar á ári, og brennur vatnið
með smáum björtum logum hvert sinn í 14 daga, en er
log-arnir slokkna, rjúka úr vatninu miklar gufur i nokkra daga.
Nálægt Húsavik er heit uppspretta, er sýður þrisvar sinnum á
hverjum stundarfjórðungi, fyrst litið, svo meir, og seinast
alveg upp úr, á milli lækkar í henni og þetta skiptist alltaf
á dag og nótt. Höf. lýsir heitum uppsprettum og laugum
itarlega, og talar um hverafugla.

I fjöllum á íslandi segir Anderson að sé mikill marmari,
hann lýsir og silfurbergi, vikri og öðrum steinum. Af
bjarg-harpeis og jarðbiki er mikil gnægð á Islandi, en mórinn er
víðast hvar mjög slæmur, af þvi svo mikið er í honum af
brennisteini, þessvegna fuðrar hann allt í einu upp með
miklum ódaun; þó er góður mór hjá Hafnarfirói. Af agötum
og hrafntinnu er mikil gnægð á Islandi; úr íslenzkri
hrafn-tinnu lét Friðrik 4. gjöra skál með loki og vann smiðurinn
í 4 ár að smíðinni, svo örðugt var að vinna steininn af þvi
hann var svo stökkur. Eins og fyrr var getið, segir höf. að
brennisteinn sé ákaílega mikill í jörðu á Islandi, einkum í
votlendum dölum og mýrum; sumstaðar smitar svo mikill

Kötluhlaupið 1721; Katla hafði, sem alkunnugt er, opt gosið áður.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0360.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free