- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
349

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

349

brennisteinn út úr klettunum, að það má skafa af þeim
brennisteinsskófina annað og þriðja hvert ár. Fyrrum
höfðu Danakonungar mikinn hagnað af því að láta safna
brenuisteini á Islandi, en nú er brennisteinsverzlunin hætt,
sökum þess að bændum er illa við brennisteininn, því ef
hann er þveginn og hreinsaður í fjörumáli, fælist allur
fisk-ur burtu.

Þó jarövegur sé þunnur á íslandi, þá er þó grasvöxtur
viða allgóður, einkum á Norðurlandi, grasið er svo kjarngott,
að fénaður fitnar fljótt af því. Það er mjög örðugt að heyja
á íslandi, af því jarðvegur er svo þýfður og grýttur, og því
er ekki hægt að koma við ljáum, menn verða að skera grasið
upp úr lautunum milli steinanna með smáum, bognuin
sigð-um. Höf lofar mjög skarfakál og íslenzkar súrur, og segir
jurtir þessar séu injög hollar, einkum fyrir þá, sem skyrbjúg
hafa. Kál og rófur geta ekki vaxið á íslandi, af því jarðvegur
er svo ófrjór og kuldinn svo mikill, og þó hefir þetta opt
verið reynt; korn getur heldur ekki þroskast, og því sér
al-þýða manna aldrei brauð. Söl gefa menn stundum peningi;
skepnurnar fitna reyndar af þeim, en kjötið verður
viðbjóðs-legt á bragðið. I harðindum eta menn líka stundum steikt
söl, en fá af þeim vinda og niöurgang. Hvítabirnir koma
stundum á vorin til Islands með hafísnum, þá hafa menn
verði úti til þess að njósna um komu þeirra, safnast bændur
svo að þeim og drepa þá. Refar eru mjög algengir og veiða
íslendingar þá í net og dýraboga og með eitri, en skjóta þá
ekki, af því Islendingar hafa skömm á öllum skotvopnum.

Hestar og kindur eru smávaxnar og verða að ganga úti
á vetrum og bjarga sjer sjálfar; á vetrum elta kindurnar
alltaf hestana, því þeir brjóta skarann af snjónum fyrir þær
með hófum sínum, sjálfar geta þær ekki með hinum veiku
fótum sinum krafsað snjóinn burtu, en með því að ganga í
slóð hestanna geta þær náð í mosann, sem er undir
snjón-um; þegar hart er, naga þær stundum töglin af hestunum.
í snjó og hríðum hlaupa kindurnar jafnan undan vindi og
þá opt út í sjó, svo þær drukkna. Islenzkar kindur, bæði
ær og hrútar, hafa vanalega fleiri en 4 stór og snúin horn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0361.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free