- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
351

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

351

æðarkollan áfram að verpa þangað til eggjahrúgan nær upp
fyrir enda stafsins, svo fuglinn getur setið ofan á, en hann
tekur þá svo nærri sér, að hann deyr á eptir. Anderson
segir, að Islendingar ímyndi sér, að lómar eigi hvergi hreiður,
en geymi egg sín undir vængjunum. Geirfuglar segir
Ander-son að séu mjög sjaldgæfir, og séu hvergi til nema á
Geir-fuglaskerjum. Islendingar halda, að það viti á einhver
stór-tíóindi, ef geirfuglar sjást, enda sáust nokkrir geirfuglar árið
áður en Friðrik konungur 4. dó.1

Anderson segir allitarlega frá fiskum og hvölum i
höf-unum við Island; hann segir, að það sé ógurleg mergð af
síld, sem gengur inn í voga og víkur, en Islendingar hafa
ekki nærri þau not af þessari auðsuppsprettu sem vera ætti.
Sumar sildir eru 3 kvartil á lengd og 3 fingra digrar, og
kalla fiskimenn þær síldarkónga af því þær eru foringjar
fyrir stórum síldartorfum. Ennfremur talar höf. um
þorsk-veiðar við Island og fiskverkun, hann nefnir og margar aðrar
fiskitegundir og lýsir þeim nokkuð. Flyðrurnar eru svo stórar

r

við Island, aó þær vega 400 pund; höf. getur og um rikling,
og segir frá hvernig hann sé verkaður; riklingur var i þá
daga tilbúinn og notaður ekki að eins á Islandi, heldur lika i
Noregi og Norðurþýzkalandi. f*egar Islendingar sjá til hvala
þeirra, sem elta sildartorfurnar, hlaupa þeir í báta sina og
taka með sér skutla, spjót og hnífa, og róa út fyrir hvalina
þegar vindur stendur á land, síðan ausa þeir úr bátum
sín-um í sjóinn blóði, sem þeir hafa með sér, en þá hræðast
hvalirnir og hlaupa á land; þegar vindur stendur af landi
hræóa þeir hvalina með grjótkasti, skarkala, ópum og hávaða.
Marsvin reka íslendingar lika á land í júnímánuði, þvi á þeim
tima árs vex blaðka fyrir augu þeirra, svo þau verða blind
um stund, og verða því ekki vör við land, fyrr enn þau reka
sig á það. Anderson getur þess meðal annars, að mýs deyi
í Viðey, ef þær koma þar inn í kirkjugarðinn.2

x) þetta er eintóm vitleysa; geirfuglar voru í þá daga algengir og
voru árlega drepnir hundruðum saman við Suðurnes.

2) Til samanburðar má hér setja katla úr jarðteiknabók forláks
biskups helga: »Á þeim bæ, sem í Viðey heitir, spilltu mýs kornum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0363.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free