- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
352

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

352

Anderson segir, að íslendingar marki veður af
norður-ljósum; þegar norðurljós eru gul og bleik, veit það á þurrt
veður með frosti, en ef þau eru rauðleit, kemur regn eða
•vindur; að minnsta kosti er það víst, að þegar norðurljós
eru mjóg fögur og hoppandi, þá má búast við áköfum stormi
eða iniklu frosti. Islendingar segja, að norðurljós séu nú á
tímum orðin algengari en fyrrum. Anderson heldur að
norðurljós komi af þvi að kviknar í brennisteinsgufum hátt
uppi í loptinu, og það er því eðlilegt að mikið sé af
norður-ljósum á íslandi, þar sem brennisteinsgufur stiga upp frá
ótal eldfjöllum; i heitum löndum kviknar strax í siíkum
guf-um niðri við jörðina og þær verða að hrævareldi, þrumum
og eldingum, en i heimskautslöndum stíga þær hærra upp í
loptið og sakir kuldans kviknar ekki i þeim fyrr en þær efst
í lopthvolfinu hrúgast og þjappast saman. Hrævarelaar eru
algengir á Islandi og leika þeir um stafi, járnnagla, möstur
skipa og jafnvel um hatta og húfur manna. »Hinir fávisu
og huglausu ísiendingar eru (eins og hinn heimski almúgi
annarsstaðar) mjög hræddir við hrævarelda, þó þeir ekki
kveiki í neinu; þegar þeir veröa varir viö þá loka þeir öllum
hurðuin, svo að hrævareldurinn sameinist ekki arineldinum,

r r

þvi þá getur kviknað i öllu«. A Islandi eru að eins tvær
árstiöir, sumar og vetur, sem allt i einu skiptast á, þar er
hvorki vor né haust, þó er veturinn miklu lengri en sumarið
og opt snjóar á sumrum, þó kemur stundum ákafur hiti, svo
menn verða að fara úr öllum fötum, og svo kemur vanalega
næstu nótt grimmdarfrost og morguninn eptir er allt hulið í
snjó. Sjórinn er miklu saltari við Island en annarsstaðar.
Loptslagið er heilnæmt fyrir þá sem eru vanir því frá blautu
barnsbeini, en óhollt fyrir útlendinga.

ok ökrum, svá at varla mátti við búa. Ok er forlákur biskup gisti
þar. báðu menn hann þar sem annarsstaðar fulltingis í slíkum
vand-ræðum. Hann vígði þá vatn ok stökkti ifir eyna, utan um eitt nes,
þat firirbauð hann at erja; varð ok eigi at músunum mein í eyjunni
meðan því var haldit. Löngum tíma síðarr örðu menn hlut afnesinu;
hlupu þá mýs um alla eyna; var þar víða jörð hol ok full af músum«.
Biskupasögur I.. bls. 293.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0364.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free