- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
365

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

365

hinum staurnum undir háfinn, fálkinn verður ekki var við
það og sezt að bráðinni, en þá tekur veiðimaður i hitt snærið
og steypir háfnum yfir valinn, er hann þá sem í búri og
kemst ekki burt; veiðimaður tekur siðan fálkann með liægó
undan háfnum svo ekki brotni eða skemmist fjaðrir i stéli
eða vængjum, en annar tnaður, sem hefir falið sig i nánd.
dregur hettu vfir höfuð fálkanum, svo hann sér eigi. Meðan
á veiðinni stendur, fela veiðimenn sig bak við stóra steina
eða liggja grafkyrrir á flötum velli.

Þegar fálkaskipið er feröbúið, er slátrað nautum, sem
nægir til 14 daga, og svo flvtja menn á skip út svo mikið af
lifandi peningi, kindum og nautum eins og þurfa þvkir;
vana-lega er skipið nestað til 7 vikna. Kjöti því, sem fálkarnir eta,
er dyfið í mjólk, en olíu og eggjum er blandaö saman við ef
fuglarnir sýkjast. A skipinu sitja fálkarnir undir þilfari í
tveim röðum á stöngum, sem klæddar eru vaömáli, en heyi
troðið undir.1

Frá loptslagi á lslandi segir Horrebow nánar en áður
hafði verið gjört, og sýnir fyrstur fram á, að kuldinn sé þar
miklu minni en flestir héldu; hann sýnir, að á Islandi er

r

eyjalopt, tiltölulega lítið frost á vetrum, og litill sumarhiti. A
Bessastöðum gjörði Horrebow veðurathuganir2 frá 1. ágúst
1749 til 31. júlí 1751, hann rannsakaði hita, loptþyngd,
vind-stööu, almennt veðurlag, noröurljós og fleira. í þá daga voru
athuganir þessar mjög fróðlegar af þvi ekkert hafði fyrr verið
rannsakað í þá átt, en nú hafa þær lítiö vísindalegt gildi, af
því þær fullnægja ekki þeim kröfum, sem menn nú gjöra til
veðurathugana. Meðan Horrebow var á Islandi, segist hann
að eins eitt sinn hafa heyrt þrumur, 3 eða 4 mjög smáar um
miðjan dag i júlímánuði, og dregur af því og öðru þá réttu
álvktun, að þrumur muni vera mjög óalgengar á Islandi.

Sveiun Pálsson sigldi til Kaupmannahafnar í ágúst 1787 með
fálkaskipinu. þá voru þar innanborðs 23 menn. 6 naut, 8 kindur, 6
hænsni, 3 kettir. 3 tóuyrlingar. einn hundur og 46 fálkar. Almanök
Sveins Pálssonar. Hdrs. Bókmf. í Kaupmannahöfn, nr. 2—4-8vo.

2) Veðurathuganirnar eru prentaðar í bók Horrebow’s bls. 391—478.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0377.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free