- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
366

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

366

Hrævareldur segir hann líka sé mjög sjaldgæfur og
stjörnu-hröp(!), söl í úlfakreppu og rosabauga um sólu segist hann
aö eins hafa séö tvisvar. Horrebow neitar þeirri staðhæfingu
Andersons að hvorki sé vor né haust á Islandi, heldur að
eins vetur og sumar. Vorin voru svo góð 1750 og 1751 að
gras fór að gróa í miðjum aprílmánuði; um haustið 1749 var
fyrsta næturfrost 29. október, og 1751 9. október, sýnir hann
með þessu og öðru, að fjórar árstíðir skiptast á hér á landi.
eins og i öðrum löndum. Þá tvo vetur, sem Horrebow var
á Suðurlandi, snjóaöi mjög litið, og aldrei meira en tvo. daga
í senn1, einstöku sinnum var frost í 2 eða 3 vikur, en svo
kom alltaf þíðviðris kafli á eptir; höf. játar þó, að miklu
meira snjói á Norðurlandi. Horrebow mældi mismun flóðs
og fjöru, og segir að stórstraumsflóð sé 16 fet, en vanalegt
flóð 12 fet.

I seinni hluta bókar sinnar talar Horrebow um
Islend-inga, skapferli þeirra, hegðun og háttalag, og hrekur með
góð-um rökum og græskulausuháðiöll illmæli Andersons,sem honum
þykja í alla staði röng og ósæmileg, og furðar sig á, að
Ander-son skuli hafa trúað og haft eptir svo heimskulegar álvgar á
heila þjóð. Bók Horrebows fylgir uppdráttur íslands gjörður
eptir korti Knopf’s.

Horrebow samdi ritgjörð um viðreisn og framfarir Islands.
hennar höfum vér áður getið; þá er einnig til eptir hann
ferðaskýrsla2, er hann sendi vísindafélaginu danska 1750. Þar
getur Horrebow þess, að konungur hafi allranáðugast leyft,
að hann fengi til láns mælingarverkfæri (quadrant) frá
stjörnu-turninum í Kaupmannahöfn, en til þess að koma verkfærinu
fyrir, segist hann hafa orðið að láta byggja sérstakt hús, 5
álna langt og 3 álna breitt, með rifu á þakinu í stefnu
há-degisbaugsins. Höf. getur um ferð sína til Krýsuvíkur og
lýsir brennisteinsnámunum þar og leirpyttunum, og talar um

Sbr. Th. Tlioroddsen: Islands Jökler i Fortid og Nutid.
Geo-grafisk Tidskrift XI. bls. 113.

2) Niels Eorrebow: Relation og Efterretning om Island. indsendt til
Videnskabernes Academie i Kjöbenbavn Anno 1750. Thotts Samling.
nr. 956. fol. (13 bls. þétt skrifaðar).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0378.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free