- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
5

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

5

landinu tvær duggur, en sú tilraun misheppnaðist algjörlega;
ýmsar aðrar umbætur þar að lútandi lánuðust betur, menn
lærðu t. d. að verka saltfisk og nota þorskanet. Þá var revnt
að koma á verksmiðjuiðnaði (»Innréttingarnar«),
ullarverk-smiðjum, klæðavefnaði, skinnasútun, t’æraspuna o. fl.; stóð
Skúli Magnússon fyrir þeim tilraunum öllum og lagði
kon-ungur til þeirra afarmikið fé, en það fór allt út um þúfur og
varð að litlu eða engu gagni. Heimilisiðnaður breyttist þó
nokkuð til batnaðar. íslenzku vefstólarnir gömlu hurfu, en
útlendir hentugri vefstólar komu í þeirra stað, þá kom og
rokkurinn í stað snældunnar o. s. frv. Þá var reynt að koma
á saltsuðu, sem misheppnaðist, þá lét stjórnin og grennslast
eptir gagnsmunum af brennisteini, surtarbrandi, leirtegundum
og málmum, en lítill árangur varð af því. Þó margar
jarð-yrkjutilraunir yrðu að litlum notum leiddu þó sumar til
gagn-legra umbóta síðar meir. Jótzkir bændur voru sendir til
Is-lands til þess að kenna mönnum akuryrkju og margir
Islend-ingar gjörðu þesskonar tilraunir, en það misheppnaðist
algjör-lega af þvi loptslag íslands bannar slíkt. Eins fóru tilraunir
með tréræktun út um þúfur, en garðrækt heppnaðist vel og
tók miklum framförum síðar. Þá var og leitast við að efla
túnræktina á ýmsan hátt, verðlaun veitt fvrir túngarðahleðslu,
túnasléttun og engjarækt, menn bvrjuðu þá og skurðagröft
til framræzlu og vatnsveitinga og varð þetia allt sinátt og
smátt til bóta þó seint gengi. Þá var ennfremur þeim lofað
ýmsum hlunnindum, er byggðu upp nýbýli og evðijarðir, en
fáir sinntu því. Pá reyndu menn og að bæta sauðfjárkynið
íslenzka og voru fengnir hrútar frá Englandi og Spáni til
kynbótanna, en með hrútunum barst fjárkláði til Islands,
gekk hann um landið 1760—80 og gjörði mikið tjón.

Astandið og efnahagurinn á íslandi á seinni hluta 18.
aldar var ákaflega bágborinn og fór alltaf versnandi þrátt fyrir
framfaratilraunirnar. Þetta var fvrst og fremst eðlileg
afleið-ing ástandsins, sem fyrr hafði verið og svo bættust þar við
ýmsar landplágur, stórsóttir, eldgos og landskjálftar og ágerðist
þetta því meir sem leið á öldina. Rétt eptir miðja 18. öld
gengu mikil harðindi og á árunum 1752—59 er svo talið að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free