- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
6

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

6

r

látist hafi af hallærum 97UO manna. Arió 1755 gaus Katla
og lagði 50 bæi í evði, en heimalönd og sauófjárhagar
skemmdust víða, lá þá hafís sama sumar fyrir öllu
Norður-landi og fór ei burt fyrr en 3. september, var þá fjöldi fólks

r

flosnaður upp og flakkaði um landið. A árunum 1758—77
fjölgaði fólkinu nokkuð aptur, því þá var árferði optast betra,
þó gekk bóla yfir landið og fjárkláðinn gjörði mikið mein;
opt féll þó líka kvikfénaður af heyleysi hér og hvar þó
ár-ferði væri nokkurn veginn bærilegt, því öll fjárhirðing var á

r

mjög lágu stigi. Arið 1766 gaus Hekla og þá voru líka miklir
hafísar við land; askan barst norður í sýslur svo þar tók
fyrir haga og mikill kvikfénaður féll. Frá því 1777 til 1780
fór veðrátta aftur mjög að spillast og af því orsökuðust
harð-indi og bjargræðisskortur, þá var einnig opt fiskileysi og
sjúkdómar og i sumum sýslum féll kvikfénaður unnvörpum.
Á árunum 1780—82 var gott árferði, en svo kom
kollsteyp-irinn 1783—1785, svo þá lá við sjálft að landið eyddist og
hefir aldrei verið önnur eins eymd á íslandi fyrr né síðar.
Sumarið 1783 gaus við Skaptárgljúfur og var það eitt hið
mesta gos, sem orðið hefir á Islandi, 8 bæir eyddust með
öllu og 29 skemmdust meir og minna, víðáttumikil héruð
þöktust hrauni og askan barst með megnri ólyfjan yfir land

r r

allt. Arið eptir (1784) urðu stórkostlegir landskjálftar í
Ar-ness- og Rangárvallasýslum, fjöldi bæja féll til grunna, en
flestir skemmdust meira eða minna. Við allt þetta bættist
illt árferði og graslevsi, svo peningur hrundi niður; af
naut-gripum féllu 1783—84 á öllu landinu 53°/o, af sauðfé 82°/o,
af hestum 77°/o; þá mátti heita gjörfellir um land allt. Eptir
þetta gjörði hallæri mikið og mannfelli (móðuharðindi), svo á
árunum 1784—85 dó fimmti hluti landsbúa (9238) af
harð-rétti og sjúkdómum. Var þá allt i glundroða hér á landi,
eymd og volæði hvert sem var litið. Seinasta hluta
aldar-innar var veðráttufar skárra, en þó harðindakaflar á milli.

Af því sem nú hefir verið sagt, má glögglega sjá, að það
var eðlilegt þó framfaratilraunirnar kæmu að litlum notum
þegar ástandió var svo hörmulegt og alþýða auk þess alveg
óundirbúin að taka svo mikilvægum brevtingum. Nú varð

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0014.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free