- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
12

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

12

og var fljótlegt mjög að ákveða plöntur á þann hátt. Menn
notuðu niðurskipun Linnés allvíða fram undir miðja 19. öld,
en nú flokka menn plönturnar eptir öllu eðli þeirra sem
kunnugt er. Þegar þeir Eggert og Bjarni tóku að rannsaka
ísland 1750 voru endurbætur Linnés þegar farnar að ryðja
sér til rúms og voru búnar að ná almennu gildi og
viður-kenningu áður en ferðabókin var fullbúin. Þeir Eggert voru
nákunnugir hinum helztu og nýjustu náttúrufræðisbókum og
vitna þráfaldlega í þær, einkum í rit Linnés, sem
auðsjáan-lega hafa haft mikil áhrif á störf þeirra.

Dýrafræðin var svipuðum forlögum undirorpin einsog
grasafræðin og þarf því ekki að fara um hana mörgum orð-

r

um. A fyrri öldum voru það einkum læknar er stunduðu
þessar vísindagreinir og það i byrjun eingöngu af praktiskum
ástæðum til þess að finna læknisdóma við ýmsum meinum;
hitt sem ekki hafði beina þýóingu fyrir mannlífið var eingöngu
skoðað af nýjungagirni ef það var að einhverju leyti skrítið
eða frábrugðið hinu vanalega. Framanaf var læknum bannað
að kryfja lík eða rannsaka mannlegan líkama og því urðu
þeir sem fræðast vildu eitthvað um líffærin og byggingu
þeirra að skoða dýr og kryfja þau. Náttúruvísindin eru þannig
öll af praktiskum rótum runnin og upprunalega ekkert annað
en samsafn af ósamhangandi athugunum, er einhverja
þýð-ingu hafa fyrir daglegt líf, þannig hefir dýra- og grasafræói
upprunalega myndast af læknisfræðinni, steinafræði og
jarð-fræði af námugrefti, efnafræðin af lyfjafræðinni o. s. frv.
Af því Iæknarnir langt fram eptir öldum neyddust til að skoða
dýr þau, sem að nokkru leyti voru lík manninum, safnaðist
smátt og smátt nokkur þekking um byggingu dýranna og
einkum á 17. öld eykst mjög þekkingin á líffærum hinna æðri
dýra. Menn fóru þó ekki fyrr en eptir miðja 18. öld að
viðurkenna dýrafræðina setn sérstaka vísindagrein og þá er fyrst
farið að stofna sérstök kennaraembætti i dýrafræði við háskólana1.
Linné kom líkri reglu á dýrafræðina og grasafræðina, hann

’) Frá sögu dýrafræðinnar og grasafræðinnar hefi eg áöur (1887)
dálítið sagt í Tímariti Bókmenntafélagsins VIII, bls. 287—305 og vísa
hér til þess.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free