- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
13

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

13

hafði einnig mikil áhrif í þeirri grein, vakti nýjan áliuga og

F

kom reglu og skipulagi á rit manna i þessu eíni. A 17. öld
og fyrri hluta 18. aidar fékkst enginn Islendingur við
visinda-lega dýrafræði, Eggert Ólafsson var forsprakinn i því sem
mörgu öðru og er það sem Eggert ritaði um dýrafræði
Is-lands lang merkast af öllu því, sem út kom á 18. öld í þeirri
grein; Sveinn Pálsson fékkst og allmikið við djrafræði en rit
hans voru ekki prentuð; með þessum tveim mönnum er allt
talið sem þýðingu hafði fyrir dýrafræði Islands á 18. öld.

Fram á miðja 19. öld hafði ekkert verið ritað, sem hafði

r

neina verulega þýðingu fyrir jarðfræði Islands, nema ef teija
skal jöklaritgjörð Þórðar Vídalins og fáeinar sundurlausar
athugasemdir hjá ýmsum höfundum um steina á Islandi, um
hveri og brennistein, um eldgos, surtarbrand og annað
þess-konar, sem í sjálfu sér hafði enga vísindalega þýðingu, en gat
seinna komið að notum þegar farið var að athuga byggingu
landsins i samanhengi. Til þessa lágu eðlilegar ástæður,
jarð-fræðin var enn ekki til sem sjálfstæð vísindagrein, hún tók
fyrst að fá dálitla mynd og sköpun á seinni hluta 18. aldar,

r

en komst þó eigi i fast form fyrr en á 19. öld. A miðöld-

unum höfðu menn þvinær enga hugmynd um neitt er jarð-

fræði snertir, þeir sem rituðu eitthvað um sköpun jarðarinnar

byggðu það allt á gamla testamentinu. Þá héldu menn að

steingjör bein og skeljar, sem í jarðlögum fundust, væri úr

Nóaflóði, eða þá nokkurskonar leikur náttúrunnar og tilraun

til þess að mynda lifandi skepnur.1 Leoncirdo da Vinci (1452

—1519) var einn hinn fyrsti, sem sýndi að steingjörvar skeljar

og dýrabein voru leyfar af skepnum sem fyrr höfðu verið

lifandi og að breytingar miklar höfðu orðið á innbyrðis stöðu
/

lands og lagar. A sama máli var Nicolaus Steno (1638—1687),
hann hélt og að jarðlögin fyrr nefðu verið lárétt á sævarbotni
en hafist síðan og bognað af gufum neðanjarðar, sem blásið
hefðu upp jarðarskorpuna, hann gerði greinarmun á
sævar-myndunum og fljótamyndunum, jarðlögum með steingjörvingum

’) Sbr. porv. Tlioroddsen: Um steingjörvinga. Tímarit
Bókmennta-félagsins III, 1882, bls. 80—99.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free