- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
26

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

26

Um vorið 1752 lögðu þeir félagar Eggert og Bjarni á stað
í hinar frægu rannsóknarferðir á Islandi, stóðu ferðir þeirra
yfir í sex sumur samfleytt, en á vetrum sálu þeir um kyrrt,
optast i Viðey hjá Skúla Magnússyni f’ógeta. Eggert fór með
vestanskipi frá Höfn 2. júní 1752, en Bjarni með fálkaskipinu
til suöurlands 10. s. m. Ferð Bjarna gekk fremur tregt og
21. júli gekk hann á lancl í Viðey, en Eggert kom þangað að
vestan 4 dögum síðar. Hóf’u þeir félagar yfirferð sína 8. ágúst
frá Laugarnesi og héldu til Þingvalla, þaðan ætluðu þeir
norður Kjöl til Skagafjarðar, komu að Hvítárvatni og loru
yfir Hvítá; úr Hvítárhólma riðu þeir á undan lestinni og
ætl-uðu eptir tilsögn að ná Greltisbæli og biða þar lestar, en á
Kili hrepptu þeir þoku og illviðri og villtust austur á
Eyfirð-ingaveg, urðu þar að fara á vaðleysum yfir margar
vatns-miklar jökulkvíslir, en járn fóru undan hestum þeirra í
apal-urðum og hófarnir skemmdiist. Eptir harða útivist komust
þeir hevlausir, matarlausir og mjög þrekaðir niður í
Evja-fjörð1. Eptir nokkurra daga hvíld riðu þeir austur í
Þing-eyjarsýslu, út á Tjörnes og skoðuðu Hallbjarnarstaðakamb og
síðan til Mývatns, þar sneru þeir aptur og riðu um Eyjafjörð
og Hjaltadalsheiði að Hólum, héldu svo suður til Mælifells og
þaðan suður á Kjöl, skoðuðu Hveravelli og héldu svo suður
á Þingvöll og til Revkjavíkur. Fór Eggert síðan vestur til
ættfólks síns, en Bjarni þáði vetrarvist að Skúla f’ógeta í
Við-ey; gjörði hann þar ýmsar tilraunir með brennistein og aðrar
náttúruathuganir, hans var og opt vitjað af sjúkum.

Sumarið 1753 kom Eggert að vestan hinn 13. júlí og
ferðuðust þeir þá fyrst til Þingvalla og hinn 31. s. m. fóru
þeir alfarnir frá Reykjavik, fóru þá út á Kjalarnes, inn fyrir
Hvalfjörð og út að Leirá og dvöldu þar um hríð, síðan fóru
þeir upp í Borgarfjörð og Reykholtsdal og svo til
Kalmanns-tungu. Hinn 10. ágúst gengu þeir á Geitlandsjökul og ætluðu
í Þórisdal en urðu að snúa við því myrkur og fjúk kom á
þá á jöklinum, hefir Eggert sagt frá ferð þessari í ferðabókinni

Ferðar þessarar minnist Eggert í vísu þeirri, er hann kallar
»Hjallavillu«. Ivvæði Eggerts Ólafssonar. Kmh. 1832, bls. 223.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free