- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
48

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

48

Um jökla á íslandi ritar Eggert allmikið, en er þar sjaldan
heppinn i útskýringum sínum; hann skiptir jöklunum i hájökla,
skriðjökla, falljökla og grunnjökla. Hájöklarnir eru
auðsjáan-lega hjarnjöklar (Firn), en falljökla kallar Eggert þá jökla,
sem stundum ganga fram stundum aptur; grunnjökla kallar
hann þá jökla, sem liggja flatir niðri á sléttlendinu einsog
Breiðamerkurjökull og verður Eggerti einsog Þórði Vídalin
vandræði úr slíkum jöklum af þvi þeir geta ekki gert sér
skiljanlegt að skriðjöklar liggi svo á flötu landi. Eggert heldur
lika að vatnsæðar úr sjónum á einhvern kynlegan hátt nái
upp undir jöklana og hjálpi til að halda þeim við og að
botn-lausir vatnspyttir sumstaðar uppi á jöklum nái niður í sjó.
Hngleiðingarnar um jöklana eru eðlilega undarlegar af því nægar
rannsóknir vantaði. Eggert lýsir liti jökulánna og leirnum i
þeim, hann talar um jökulöldur á Geitlandsjökli en ekki
dett-ur honum í hug að jökullinn hafi ekið þeim á undan sér,
heldur ætlar hann, að vatnsæðar niðri í jöklinum hafi spýtt
grjótinu fram, hann lýsir iskeilum meö sandi, sem eru svo
algengar á jöklum, segir hann að sandurinn muni hafa fokið
á jökulinn á vetrum. en á sumrum grefur vatn sér rásir
nið-ur í hjarnið, sem undir er, en hvassviðri þyrlast kringum
is-nabbana, svo þeir verða sívalir og toppmyndaðir. Eggert
skoðaði marga vatnspolla eða álfavakir á Geitlandsjökli og
virðist það vera ætlun hans, að þær meðal annars mvndist
við það að bráðnar undan steinum, en frásögnin er óljós;
hann getur þess og að jökulisinn íslenzki sé að eðli sínu
mjög líkur hafísnum grænlenzka. Jökulsprungurnar heldur
Eggert að mest komi af vatnsrennsli og eins heldur hann, að
hreyfing skriðjoklanna orsakist af vatnsaga i jöklunum.
Jökla-hljóð álítur Eggert að komi af því, að þykkur jökulís brestur
sumstaðar þar sem vatnsföll eða jarðskjálftar hafa breytt
grundvellinum. Þeir Eggert og Bjarni hafa einsog eðlilegt
var á þeim tímum átt mjög örðugt með að gjöra sér grein
fvrir eðli jöklanna, en þess furðanlegra er það, hve
stórkost-lega þekkingin um jökla vex við athuganir Sveins Pálssonar
30 árum seinna og hafði hann þó heldur ekki útlendar
rann-sóknir að styðjast við, en hins vegar verða menn að muna

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0056.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free