- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
65

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

65

Nefndarmenn eru áminntir um (18) að ávinna sér traust em-

i

bættismanna og alþýðu á Islandi með vinsamlegu viðmóti
svo að skýrslurnar geti orðið áreiðanlegar.

Nefndarmenn fóru til íslands um vorið 1770 og dvöldu
þar þangað til um haustið 1771. Skrifari þeirra hét Eyjólfur
Jónsson, hann átti auk annars að gjöra stjörnu- og
veður-athuganir á Islandi og fékk til þess starfa verkfæri frá
vís-indafélaginu danska.1 Vér munum síðar geta um störf hans
þar sem taiað er um staðaákvarðanir og strandmælingar á
Islandi. Nefndarmönnum varð mikið ágengt, þeir söfnuðu
ótal skýrslum og gjörðu margar uppástungur til framfara og
urðu skýrslur þeirra undirstaða og byrjun til margs þess, sem
síðar var framkvæmt. Sumar fyrirskipanirnar í erindisbréfinu
gátu nefndarmenn alls eigi framkvæmt, til þess þurfti miklu
meiri ferðalög víðsvegar um land og rannsóknir á öræfum og
útkjálkum, en af þessu spunnust siðar meir allskonar
ihug-anir, skýrslur og ritstörf, og stjórnin sendi ýmsa menn, sem
voru fróðir í sérstökum greinum til íslands og fékkst af
ferð-um þeirra margur fróðleikur um náttúru íslands, landsháttu
og atvinnuvegi, og munum vér i þessum kafla laka þetta til
nánari íhugunar og segja frá sendimönnum og störfum þeirra,
helzt að því er snertir landfræði og náttúrusögu Islands. Um
störf sjálfrar landsnefndarinnar munum vér ekki fjölyrða
framar, um þau má lesa mörg bréf og skjöl 1 hinu íslenzka
lagasafni (Lovsamling for Island), mikill fjöldi rita og bréfa,
er snerta störf nefndarinnar, eru og geymd i
ríkisskjala-safninu.

Landsnefndin átti meðal margs annars að útvega
upplýs-ingar um strendur íslands, um hafnir og lendingar, en nefndin
gat eðlilega ekki komið því við fyrir mörgum öðrum störfum
að rannsaka þetta til hlitar. Islenzkur námsmaður í
Kaup-mannahöfn, Olafur Ólafsson að nafni, bauðst þá til að fram-

Nefndarmenn fengu 400 rd. hver til útgerðar, Eyjólfur Jónsson
300 rd. og 50 rd. til ritfanga. Allir fengu þeir fríar ferðir og húsnæði,
nefndarmenn 3 rd. daglega í fæðispeninga. skrifarinn 2 rd. Auk þess
voru veittir 52 rd. til þjónustumanns, sem átti að hjálpa til við
athug-anir, bera verkfæri o. s. frv.

5

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0073.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free