- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
76

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

76

ugt er, var saltbrennsla alltíð á íslandi til forna. Nefndin tók
meðal annars til álita, hvort ekki skyldi koma á saltbrennslu
á Revkhólum við Breiðafjörð og Reykjanesi við ísafjarðardjúp

r

og nota hverina til saltsuðunnar.1 Arið 1772 sendi stjórnin
Conrad Walter til Islands til þess að skoða Reykjanes og varð
úr, að þar var stofnað til saltsuðu 1773 og fór Walter þangað
aptur 1774 til þess að líta eptir verkinu. Saltsuðan á
Revkja-nesi stóð með veikum burðum i 13 ár og varð aldrei að

r t

verulegum notum. I seinasta sinn fór Walter til Islands 1776
og með honum maður að nafni Usler, áttu þeir bæði að líta
eptir saltverkinu á Revkjanesi og sérstaklega skoða Reykhóla
hvort þar væri hentugt til saltbrennslu; skoðuðu þeir hverina
þar, gjörðu kort af Reykhólum og rituðu skýrslu um ferð
sína. Aldrei voru þó neinar saltsuðutilraunir gjörðar á
Reyk-hólutn, staðurinn þótti fremur óhentugur sakir hafnleysis.2

Vér gátum þess fyrr að Olavius fann leir, er hann hugði
vera postulínsjörð, i Mókollsdal i Strandasýslu og »grafít« i
Siglufirði. Leirinn sendi stjórnin til hinnar konunglegu
postu-linsverksmiðju i Kaupmannahöfn, en þar þótti það
sýnis-horn, sem Olavius hafði sent, oflítið til tilrauna og ákvað
stjórnin þvi að senda náttúrufróðan mann til Islands, er gæti
safnað meiru af leirtegund þessari, leitað að henni viðar og
um leið gjört athuganir um náttúru landsins og búnað.
Nicolai Mohr, ættaður frá Færeyjum, var kjörinn til fararinnar
og var hann kostaður af stjórninni að 2/s hlutum, en af
postulínsverksmiðjunni að 73- Nicolai Mohr var fæddur í
Þórshöfn á Færeyjum 22. nóv. 1742, hann útskrifaðist frá
latinuskóla þeim, sem þá var í Þórshöfn 1765 og fór svo til

’) Þorkell Fjeldsteð gjörði tilraunir til saltsuðu á báðum stöðum og
gjörði uppdrátt af hverunum, Magnús Ketilsson gjörði líka uppdrátt af
hverum á Reykhólum. Lovsamling for Island III, bls. 745.

*) Deo. regi, patriæ. Soröe 1768, bls. 234—236. Islandske
Maaneds-tidender 3. Aarg. 1776, bls. 157 — 166, 0. Olavius: Oeconomisk Reise,
formáli bls. 175—178. porv. Thoroddsen: Ferðasögur frá Vestfjörðum
(Andvari XIII, bls. 142; XIV, bls. 69—72;. Hdrs. M. Stephensens nr.
55, fol. Lovsamling for Island III. bls. 177—78, 181. 192, 745—47, IV,
bls. 26—27. 47. 196-98, 218—217, 380—383, 442—43, 577-79,
585-86, 619: V. bls. 454, 708.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0084.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free