- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
131

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

131

Banks kom aptur úr íslandsferð sinni, settist hann um kyrrt,

og studdi eptir það mjög allar visindaiðkanir á Englandi, hann

varð forseti visindafélagsins i London, lét á margan hátt til

t

sin taka og var allstaðar talsmaður visinda og fróðleiks.
Is-lendingum glevmdi hann ekki og á ófriðarárunum framan af
19. öld gjöröi hann Islandi og íslenzkum mönnum margan
greiða og rausnarlegar velgjörðir og áttu Islendingar þar hauk
i horni sem hann var. Banks átti stórkostlegt bókasafn og
náttúrugripasafn og gaf hann það allt eptir sinn dag þjóðsafninu
i London (British Museum). Joseph Banks andaðist 19. marz
1820.

Banks fór 12. júlí 1772 frá London á leið til íslands,
kostaði hann ferðina að öllu leyti og hafði leigt skipið fyrir
1800 krónur á mánuði og var það mikið fé í þá daga. Á
skipinu voru alls 40 manns og meðal þeirra Uno von Troil1
sænskur hirðprestur, sem siðar varð erkibiskup, Dr. Sólander2
sá sem fyrr var getið, Dr. James Lind frá Edinborg
stjörnu-fræðingur og sjóliðsforingi Gore, sem þrisvar hafði farið
kring-um jörðina og var hann þá hinn eini maður, sem það haföi
gjört, af þeim sem þá voru uppi; auk þess voru á skipinu 3
teiknarar og 2 skrifarar. Fyrst lentu þeir Banks á eynni

*) TJno von Troil var fæddur í Stockhólmi 24. febr. 1746; á
árun-um 1770—1773 ferðaðist hann um þýzkaland, Frakkland og England
og svo til íslands með Banks. Árið 1775 varð hann yfirhirðprestur og
skriftafaðir Gustavs III og þótti það eigi litið vandaverk; Troil komst
þó í mikla kærleika við konung. varð biskup í Linköping 1779 og
erki-biskup i Upsaia 1786 og var þá aðeins fertugur. Uno von Troil lagði
tötuvert stund á sögu og hefir ritað ýmislegt um kirkjusögu Svía. Arið
1784 gaf Troil bókasafni í Linköping 122 bindi af íslenzkum bókum.
Uno von TroilUó 27. júlí 1803.

2) Daniel Solander, merkur náttúrufræðingur, sænskur prestssonur,
varð stúdent í Upsala 1750 og lagði stund á náttúrufræði. einkum
grasa-fræði. hjá Linné. Árið 1756 fór Solander grasaferð til Noregs, en 1759
var hann sendur til Englands, höfðu Englendingar beðið Linné að senda
þeim ungan, góðan grasafræðing og kaus hann Solander til þeirrar
ferðar. Solander fór með Banks kringum jörðina einsog fyrr hefir verið
frásagt og svo til Islands: síðan var hann embættismaður við þjóðsafnið
enska, starfaði mikið og var í miklu áliti. Solander dó snögglega á
heimili Banks af niðurfallssýki 12. marz 1782.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0139.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free