- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
132

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

132

Wight, fóru siðan um írlandshaf til Manar og þá til
Suður-evja, komu þeir þar víða í land og rannsökuðu margt.
sér-staklega evna Staffa og Fingalshelli, þar eru merkileg
stuðla-berg. sem þeir Banks skoðuðu nákvæmlega. Þvinæst héldu þeir
til Isiands og komu í Hafnarfjörð 28. ágúst. Þá var Thodal
stiptamtmaður og tók hann þeim vel. Fóru þeir síðan austur
að Geysi, upp á Heklu, svo niður að Skálholti og siðan aptur
til skips síns. Ekki ferðuðust þeir víðar. nema smáferðir um
Suðurnes, en kynntu sér þó margt um hagi Islendinga og
nátt-úru landsins og söfnuðu mörgu bæði náttúrugripum, bókum og
handritum og komst flest af þvi síðar á þjóðsafn Breta. Joseph
Banks var hið mesta Ijúfmenni og ör á fé og komst því
fljótt í vinfengi við embættismenn og heldri menn svðra,
út-veguðu þeir honum margt er hann langaði til að eignast1 og
gáfu honum upplýsingar um atvinnuvegi landsins og bók-

menntir. Banks kom sér ágætlega við alla, sem hann kynnt-

i

ist. á Islandi, æðri sem lægri, og fékk hið bezta orð sem
höfðingi mikill og öðlingur í alla staði.2 Þeir Banks komu að
Nesi til Bjarna Pálssonar og voru þar heilan dag, gaf hann þeim
mikið af ýmsum náttúruhlutum, bækur og forngripi: þeir þáðu
miðdegisveró í Nesi og var máltíð sú að ósk þeirra að öllu
tilreidd upp á íslenzku: »var þá fyrst opnaður maginn rneð
staupi af dönsku kornbrennivíni, siðan borið fram kökur,
ostur, súrt smjör og harður fiskur, bitaóur niður á disk, þar
á eptir sauðakjötssteik, kjötsúpa með sýru í, og seinast
sil-ungur og laufabrauð; neyttu þeir alls þessa með góðri lyst,
að fráteknu fiski og smjöri, er þeim síst féll, en þegar til
áréttis var lagður fram hákall og hvalrengi, misstu þeir alla

J) Ólafur Stephensen amtmaður gaf Banks meðal annars stóran
og langan draugastein (calcedón) úr Glerhatlavík, sem Banks ætlaði að
láta fægja endann á og grafa innsigli í. Sveinn Pálsson: Journal

I. bls. 25.

’) Síra Bjarni Jónsson Mag. phil. í Gaulverjabæ (1724—1798) orti
kvæði á íslenzku og latínu til Banks þegar hann kom að Skálholti; Bjarni
var þá skólameistari. Upphaf kvæðisins: >Velkomin víst með sóma,
vís þjóð af enskri slóðu*. Hdrs. J. S. nr. 590-4°, bls. 297—298. Islandske
Maanedstidender. 1. Aarg. October 1773, bls. 1—6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free