- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
134

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

134

von Troil hefir ritað ýmsum sænskum fræðimönnum. Það

má heita góð bók á þeim tíma, þó sumt sé skakkt innanum;

ekki eru þar margar frumlegar athuganir, meginefnið er tekið

úr öðrum bókum eða eptir fyrirsögn íslenzkra fræðimanna,

því Troil átti síðar bréfaskipti við ýmsa þeirra, einkum Hannes

Finnsson, Gunnar Pálsson og Hálfdan Einarsson. Höf. lýsir

ítarlegast þjóðlífi Islendinga og fornum bókmenntum og hefir

sett saman sérstaka yfirlitskafla um almenna sögu landsins,

um verzlunina, um fornsögurnar, um fund Grænlands og Vín-

lands, um málið og fornmenjar, um prentsmiðjur á Islandi

t

o. fl.; þar er meðal annars fróðlegur kafli um Islendinga þá,

sem fengust við fornfræði í Svíaríki á 17. öld. Höf. segir frá
t

lifnaðarháttum Islendinga, sjúkdómum, klæðnaði kvenna,
matartilbúningi, búnaðarháttum og fiskiveiðum, en fátt er nýtt
í þessu, flest tekið úr bókum þeirra Eggerts Ólafssonar og
Horrebow’s. Troil hefir reynt að gjöra bókina eins fullkomna
einsog hann hafði föng á, ritið varð því nokkurskonar
land-lýsing sem gat gefið Svíum og öðrum útlendingum allgóða
hugmvnd um ísland. I bókinni hefir höf. einnig látið prenta
skrár um tegundir jurta, fugla og fiska eptir ferðabók Eggerts
og Bjarna og skýrlu um eldgos úr riti Halldórs Jakobssonar.
Sumt af því er snertir landfræði og jarðfræði er nýtt. Troil
hefir ritað Bergmann1 prófessor, sem þá var einn af helztu
steina- og efnafræðingum í Svíaríki ýms bréf um steinaríki
íslands og athuganir þær, sem snertu eldfjöll, hveri og
eld-fjallagrjót, hann sendi honum líka hverahrúður og ýmsa aðra
steina, Bergmann rannsakaði þá og hefir í bókinni skrifað
fróðlegan kafla um þau efni. Um hverina hefir Troil ritað
ýmsar góðar athugasemdir, hann hefir gjört hinn fyrsta lands-

1777-8° (36 -f- 376 bls.). þar fylgir uppdráttur Islands eptir Erichsen
og Schönning og 10 myndaspjöld. Bókin kom einnig út á ensku:
Letters on Iceland. 2. Ed. London 1780. 8vo, 400 bls., og á þýzku:
Briefe welche eine von Herrn Dr. Uno von Troil in Jahre 1772 nach
Island angestellte Reise betreffen. Upsala und Leipzig 1779-8°, 342 bls.

J) Torbern Olof Bergman f. 1735 d. 1784 skrifaði margar
merki-legar ritgjörðir um almenna landafræði, efnafræði, eðlisfræði og
steina-fræði og gjörði ýmsar mikilvægar uppgötvanir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0142.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free