- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
135

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

135

uppdrátt af Gevsi og hverum þar i kring og þverskuröarmynd
af héraðinu og fjöllunum þar í nánd og voru slíkar myndir
sjaldgæfar 1 þá daga. Þeir félagar athuguðu nákvæmlega gos
Geysis og er prentuð í bókinni skýrsla um hæð þeirra og hve
lengi stóð á hverju gosi, hæzta gosið var 92 fet. Þeir lysa
og öðrum hverum þar á Söndunum og líka hverum hjá
Laugarvatni og hjá Reykjum í Olfusi, geta um hita þeirra o.
íl. Bergmann rannsakaði hverahrúðurinn, sem Troil flutti
heim, og fann að aðalefni hans var kísill, en ekki kalk
eins-og við flesta hveri í öðrum löndum, sem menn þá þekktu;
Bergmann gerir meðal annars þá athugasemd, at vatnið niðri
í hvernum hljóti að vera heitara en vanalegur suðuhiti, úr
því það getur leyst kisilinn úr bergtegundunum. Heklu lýsir
Troil nokkuð ítarlega og segir frá ferðinni þangað; hæðina
mældu þeir og fundu 5000 fet, sem er nærri lagi; lopthitinn
var þar uppi ekki nema H- 4^/a 0 C, en þegar þeir ráku
hita-mælirinn niður í sandinn sté hann upp í 67 0 C. Troil
getur þess sem rétt var, að Hekla hafi þá seinast gosið 1766,
en segir, að logar hafi þó sést lir fjallinu í desembermán. 1771
og einnig í september 1772.1 Uno von Troil ætlar að ísland
allt sé tilorðið af jarðeldum, en Bergmann þykir það of fljót
álvktun meðan svo litið sé kunnugt af landinu; til þess að

ganga úr skugga um slíkt, telur hann nauðsynlegt, að einhver

t

náttúrufræðingur skoði landið alit. I bréfunum, sem þeir
hafa skrifast á Troil og Bergmann eru ýmsar athugaseindir
um islenzka steina og surtarbrand og sérstaklega um blágrýti
og stuðlaberg, sem menn t þá daga voru í miklum efa um
hvernig he/ði myndast.

r

Lýsing Uno von Troils á eldfjöllum og hverum Islands
varð tíl þess að fleiri fengu löngun til þess að skoða þessi
náttúruundur. Sautján árutn seinna (1789) gjörði Sir John
StanJeij út skip til Islands og voru með honum ýmsir enskir
fræðimenn, Wright, Baine o. fl. Þeir skoðuðu hverina hjá
Reykjum í Olfusi og Geysi og gengu upp á Heklu; þeir fóru

’) í’essi ummæli Troils urðu til þess, að ýmsar útlendar bækur geta
um Heklugos árið 1772(!).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0143.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free