- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
162

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

162

þessi hafði orsakast af því, að jökulísinn beggja megin við
Kviárgljúfur hafði sprungið og dottið niður. Þeir héldu nú
áfram upp suðausturhlíð jökulsins; hér og hvar stóðu þar
svartir móbergsklettar upp úr isnum og milli þeirra voru ótal
hyldýpissprungur, svo hvergi sá i botn. Loptið tók nú að
léttast eptir hæðinni og annar fylgdarmaðurinn varð svo
syfj-aður að hann varð að leggjast fyrir á snjónum og sofnaði
strax, urðu þeir að skilja hann þar eptir; hinn, sem
vana-lega var lasinn fyrir hjarta og þunglyndur, varð því kátari
sem ofar dró, án þess hann fyndi til nokkurrar sérstakrar
þreytu eða óþæginda. Um kl. ll3/4 komust þeir upp að
suð-austasta hnúk jökulsins, sem kallaður er Hnappur1 og segir
Sveinn Páisson að hann, ásamt 3 eóa 4 hnúkum vestar og
norðar, sé rönd ógurlega mikils eldgigs, sem nú er tullur af
snjó, og er þetta mjög sennilegt. »Hnúkar þessir eru«, segir
Sveinn. »svo brattir að jökullinn hér og hvar hefir brotnað
frá þeim, svo hinar svörtu og brunnu klettanvbbur standa út,
en á þeim eru þó jökulkúfar hið efra; flestir af hnúkum
þess-um eru því ógengir, af því menn hæglega geta misstigið sig
og dottið niður i hyldýpisgjár, sem eru kringum þá«. Hitinn
þar uppi var P/^R, loptið var hreint og tært, en hvass og
napur gustur úr norðvestri. Utsjónin var dýrðleg, þaðan sá
yfir suóausturrönd Vatnajökuls og skriðjöklana alla, sem þar
ganga niður á sandana, yfir Máfabygð og Breiðamerkurfjall;
Máfabvgð var að sjá svört og eldbrunnin og þaðan liggja
tvær grjótrákir, er sameinast og ganga að upptökum Jökulsár
á Breiðamerkursandi. Upp yfir Hornafjarðarjökla sást
topp-urinn á Snæfelli og til vesturs allur Mýrdalsjökull, til norðurs
stóðu hnúkar fvrir útsýninu, en flatlendin voru hulin móðu.
Af því sem næst var, varð Sveini sérstaklega starsýnt á
Kvíár-jökul og segir um hann: »Yfirborð hans sýnist einkum efst
við aðaljökulinn vera allt samsett af eintómum þversliggjandi
hálfhringum og sneru bogarnir ávelinu niður að láglendi alveg
einsog falljökull þessi hefði runnið niður hálfbráðinn eða í

’) Hvanndalalinúkur. sem liggur norðar. er hæstur, þangað komst
Frisak 1813 og Englendingurinn Howell 1891.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0170.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free