- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
230

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

230

sunduretnir af gufunum; hverirnir ummynda og breyta gömlum
hraunum, en mvnda þau ekki. 3° þvers yfir landió frá SV.
til NA. segir höf., eins og rétt er. að gangi belti af gosgrjóti,
en stefna »trappsins« segir hann sé frá SA. til NV., sem ekki
er rétt. 4° nefnir hann nýrri vatnsmvndanir. Hverir segir
Menge að séu ekki bundnir við neina sérstaka jarðmyndun,
en berg-myndun þeirra. sem áður var getið, álítur hann
nokkurskonar millilið milli »plutonskra« og »neptunskra«
berg-tegunda. Hljómst.eins-dílagrjót (clinkstone-porphvre) álitur
Menge neðstu jarómyndun Islands, er allar aðrar hvíli á.
Það er auðséð á sambandinu og lýsingum ritgjörðarinnar að
höf. kallar þá bergtegund hljómstein, er vér nú köllum líparít.
Um ýmsar einstakar athuganir Menge’s munum vér siðar geta.1

Hinn annar þýzki jarðfræðingur kom til Islands 14 árum
seinna; hann hét 0. Krug von Nidda; er ritgjörð hans um
jarð-fræói íslands2 miklu lengri en ritgjörð Menge’s og hún hefir
lika verið miklu betur kunn seinni tíma jarófræðingum: þó
ber rit þetta svipaðan b)æ, nema hvað getgáturnar og
stað-hæfingarnar eru enn þá geigvænlegri. Krug von Nidda kom
til Islands sumariö 1833; frá feró sinni segir hann lítið, hann
hefir liklega komið á land á Vopnafirði, ferðast um
Smjör-vatnsheiði suður á Hérað, svo um Austfirði og sunnanlands
yfir Skaptaíellssýslur allt til Reykjavíkur og þaðan brá hann
sér vestur á Snæfellsnes: hann fór þannig yfir ýmsa hluta af
strandlengjunni, sem Menge ekki skoðaði. Hinn 3. ágúst 1833
gekk Krug von Nidda upp á Heklu og hinn 7. s. m. kom hann
að Geysi. Það er einkennilegt að sjá, að Krug von Nidda
auðsjáanlega hefir verið búinn að fullgjöra »theoriu« sina um

’) í Klausturpósti III. 1820 bls. 84, er getið um Joh. Menge, þar
er sagt að hann hafi dáið veturinn 1820(!) og að hann hafi fundið
ópala á íslandi. þess er ennfremur getið að hann hafi selt íslenzkt
steinasafn í Skotlandi fyrir 1000 specíur. en þó hafi mikið af
steina-safni hans týnst með skipi frá Skagaströnd. Sbr. Nyeste Skilderie af
Kjöbenhavn 1820 bls. 364. nr. 23.

J) O. Krug von Nidda: Geognostische Darstellung der Insel Island
(Archiv fiir Mineralogie. Geognosie, Bergbau und Hiittenkunde.
Her-ausgegeben von C. I. B. Karsten. VII. Bd. Berlin 1834 bls. 421—525).
Sbr. Neues Jahrbuch fiir Mineralogie 1836 bls. 391-400.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0238.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free