- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
250

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

250

og Strokk talar höf. ílarlega og lýsir svo Heklu og
Krísuvíkur-námum, því næst suðurströnd Islands, þá austurströndinni
norður að Vopnafirði og getur að-lokum um athuganir sínar
viö Mývatn og á suðurleið úr Skagafirði. Milli hinna einstöku
staðalýsinga er ekkert samanhengi. Þess má geta að Robert
lvsir stuttlega fáeinum eldvörpum, sem ekki haföi áöur verið
lýst t. d. Brökarhrauni og Lvngdalsheiði. I
Endalausadals-tindum við Papós sá Robert einkennilega bergtegund. sem
hann þó eigi fékk tima til að skoða nánar, en hann hugði að
hún mundi vera frumberg (primitiv),1 hann veitti því einnig
eptirtekt, að blágrýtislög vióast hallast inn að mið.ju landsins.2
Robert sýndi fram á, að trakvt (líparít) var miklu óalgengara en
Krug von Nidda hafði haldið, hann sá víða isfágaðar klappir.
en hélt, að steinarnir hefðu rispast af sævargangi, hann heldur
og, að surtarbrandur muni hafa myndast á sævarbotni og að
dal-irnir séu sprungur eins og Krug von Nidda ætlaði. Aptan til í
bók Robert’s er skrá yfir íslenzk eldgos og þau borin saman við
gos kringum Miðjarðarhaf; Robert hefir notað eldgosarit Halldórs
svslumanns Jakobssonar og er þvi margt skakkt í skránni.
Pél eru enn í sama riti athugasemdir um gróðrarriki Islands,
um trévöxt og jurtagróður og um áhrif kuldans á norrænar
plöntur og ennfremur skýrsla um jurtategundir á Islandi eptir
J. L. M. Vahl hinn yngri (1796—1854), efnarannsókn á
berg-tegund þeirri. er mvndar Laugarfjall hjá Geysi (eptir Émile de
Chancourtois). úrtiningur úr feróabókum, erindisbréf Robert’s
o. fl. Ritinu fylgja 30 myndatöflur af ýmsum stöðum á
Is-landi, sem að einhverju leyti eru merkilegir í jarðfræðislegu
tilliti, og eru myndirnar flestar vel gjörðar þó þær að ná-

’) Síðan hefir sézt að bergtegund þessi er »granophyr« liklega frá
»tertiera< tímanum.

*) Charles Darwin fékk vitneskju um þetta lijá Robert og þótti
merkilegt af því hann hafði athugað hið sama á mörgum
eldfjallaeyj-um (Ch. Darwin: Geol. Observations on volcanic Islands, 4. kap.).
Skrítið er. að E. Robert kallar Darwin í bók sinni »officier de la marine
royale d’Angleterre<.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free