- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / III. /
251

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

251

kvæmni t’æstar fullnægi kröfum vísindanna nú á dögum. I
texta bókarinnar eru einnig nokkrar smámyndir.1

35. þríhyrningamælingar á íslandi og
stranda-mælingar hinar síðari. Sjóbréf.

Vér höfum áður getið um tilraunir þær, sem gjörðar voru
til stranda og sjómælinga á íslandi fyrir lok 18. aldar. Þó
mælingar þessar væru allgóðar í sjálfu sér, þá voru þær eigi
nógu nákvæmar til frambúðar og náðu þess utan aðeins yfir
lítinn hluta strandanna. Aðalgallinn var sá, aó þær studdust
ekki við nægilegar hnattstöðumælingar og fastar
þríhyrninga-mælingar á landi. xÁrið 1800 bar Löwenörn admíráll það
fram við stjórnina, aó það væri hin mesta nauósvn, að allar
strendur Islands væru mældar nákvæmu þríhyrningamáli. því
sjókort þau, sem gjörð voru undir forustu þeirra Minors og
Wleugels 1776—1777 væri hvergi nærri fullnægjandi, at því
þau hefðu eigi fastar mælingar við aó styðjast. Rentukammerið
tók vel undir þetta nauðsynjamál og fór þess á leit við stjórn-

r

ina, að stofnað væri til reglulegra mælinga á Islandi og stakk
um leið upp á því, að tveir stærófræðislega menntaðir
her-foringjar, sem sýnt hefóu með prófi, að þeir væru fullfærir til
slíks starfa, væri sendir til Islands til þess að byrja og
undir-búa þetta fyrirtæki. Sex norskir foringjar buðust til að taka
að sér mælingarnar og stingur Rentukammerið upp á, að þeim
Ohlsen og Aanum verði falið þetta starf á hendur og
kostn-aðurinn við fvrirtækið verði borgaður af hinum svokallaóa
kollektusjóði. Hinn 28. maí 1800 féllst konungur á þessar
uppástungur, vill þó eigi láta eyða neinu af höfuðstól sjóðsins,

’) Þess má geta, að Gaimard og aðrir félagar hans fóru á árunum
1838—39 svipaða rannsóknarferð til Skandínavíu, Lapplands og
Spitz-bergen. Árið 1839 komu þeir við i Kaupmannahöfn (sijr. Skírnir XIII.
1839 bls. 80) og héldu íslendingar þeim veizlu. var þá sungið hið fagra
kvæði eptir Jónas Hallgrimsson ^Þú stóðst á tindi Heklu hám«. Áður
hafði Reykjavikur-deild Bókmenntafélagsins gjört Gairnard og félaga
hans að heiðursfélögum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:37 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/3/0259.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free